Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 06:37 Endurheimt vélarinnar og líkamsleifa þeirra sem voru um borð kallar á mikinn viðbúnað við og á vatninu. Vísir/Vilhelm Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þarf allur búnaður að vera kominn á staðinn og uppsetningu að ljúka fyrir fimmtudag. Vonir standa til þess að á fimmtudag og föstudag geri betra veður til að ráðast í aðgerðir. Ísröst sé farin að myndast með bökkum vatnsins og finna þurfi hentugan stað til „sjósetningar“ pramma sem notaðir verða á vatninu. Á búnaðarlistanum eru meðal annars; aðstaða fyrir stjórnun og fjarskipti, aðstaða fyrir kafara fyrir búnað og utanumhald, aðstöðugámur fyrir fataskipti kafara, færanleg ljósavél í fullri stærð, tveir prammar, matur, vinnubúðir með starfsmannaaðstöðu, snyrtingar og snjóruðningstæki. Þá er ótalinn sérstakur búnaður til köfunar. „Auk daglegs stöðufundar með þeim sem að aðgerðinni koma var fundað með sérfræðingum í umhverfismálum og Brunavörnum Árnessýslu vegna hættu á mengun við aðgerðirnar. Þá var farið yfir sameiginlega rannsóknaráætlun lögreglu og RNSA á flakinu og nauðsynlegar aðgerðir tímasettar í ferlinu með stjórnendum kafara. Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps annarsvegar og þjóðgarðsverði hins vegar hefur verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir og umfang þeirra. Mögulegt er að umfang aðgerðanna leiði til tjóns á lággróðri og annarra ummerkja á bakka vatnisns einkum þar sem þungir prammar verða settir út. Lagfæringar á því þurfa að bíða vors en reynt verður af fremsta megni að komast hjá því að eftir verði nokkur ummerki um aðgerðirnar. Lögregluvakt verður á vettvangi frá því uppsetning hefst og þar til aðgerðum er lokið,“ segir í tilkynningu lögreglu. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þarf allur búnaður að vera kominn á staðinn og uppsetningu að ljúka fyrir fimmtudag. Vonir standa til þess að á fimmtudag og föstudag geri betra veður til að ráðast í aðgerðir. Ísröst sé farin að myndast með bökkum vatnsins og finna þurfi hentugan stað til „sjósetningar“ pramma sem notaðir verða á vatninu. Á búnaðarlistanum eru meðal annars; aðstaða fyrir stjórnun og fjarskipti, aðstaða fyrir kafara fyrir búnað og utanumhald, aðstöðugámur fyrir fataskipti kafara, færanleg ljósavél í fullri stærð, tveir prammar, matur, vinnubúðir með starfsmannaaðstöðu, snyrtingar og snjóruðningstæki. Þá er ótalinn sérstakur búnaður til köfunar. „Auk daglegs stöðufundar með þeim sem að aðgerðinni koma var fundað með sérfræðingum í umhverfismálum og Brunavörnum Árnessýslu vegna hættu á mengun við aðgerðirnar. Þá var farið yfir sameiginlega rannsóknaráætlun lögreglu og RNSA á flakinu og nauðsynlegar aðgerðir tímasettar í ferlinu með stjórnendum kafara. Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps annarsvegar og þjóðgarðsverði hins vegar hefur verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir og umfang þeirra. Mögulegt er að umfang aðgerðanna leiði til tjóns á lággróðri og annarra ummerkja á bakka vatnisns einkum þar sem þungir prammar verða settir út. Lagfæringar á því þurfa að bíða vors en reynt verður af fremsta megni að komast hjá því að eftir verði nokkur ummerki um aðgerðirnar. Lögregluvakt verður á vettvangi frá því uppsetning hefst og þar til aðgerðum er lokið,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira