Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 14:36 1.294 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. „Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
„Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira