Allt á kafi í sandi í Vík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 13:01 Allt á kafi í sandi. Jakub Kaźmierczyk Gríðarlegt sandfok varð við Vík í Mýrdal í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að hluti bæjarins er á kafi í sandi. „Það er auðvitað mjög drungalegt umhorfs, að keyra í bænum þegar ég fór þarna í morgun,“ segir Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps í samtali við Vísi. Mbl.is greindi frá sandfokinu fyrr í dag. Klippa: Allt á kafi í sandi í Vík „Fólk á eftir að þurfa að hreinsa úr görðum og innkeyrslum og alls konar, svo bara bíðum við eftir alvöru mýrdælskri rigningu, sem að við erum nú vön hérna.“ Hún hjálpar? „Hún hjálpar en við höfum ekki náð að meta það ennþá hvort og þá hversu mikið tjónið er af þessu,“ segir Einar Freyr. Megnið af sandinum er vestast og austast í bænum. Sandurinn hefur haft nokkur áhrif á þorpslífið, til að mynda er sundlaugin lokuð, enda allt fullt af sandi þar eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þetta er ekki snjór. Þetta er sandur.Jakub Kaźmierczyk „Þetta er náttúrulega aftakaveður. Þetta er með mestu ölduhæð sem hefur sést, jafn vel frá 1990. Óvísindaleg ágiskun segir að það séu rúm fimmtán ár síðan við höfum séð svona mikinn sand fjúka inn í þorpið eins og gerðist í nótt,“ segir Einar Freyr. Töluverður sjór flæddi einnig upp á land en svo virðist sem að sjóvarnargarðar hafi haldið í áhlaupinu. „Það flæðir þarna sjór upp á land. Þar sem ekki eru neinar flóðvarnir. Það sem við kannski sjáum er að þær ráðstafanir sem við höfum gert í flóðvörnum, að þær eru að halda,“ segir Einar Freyr. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er auðvitað mjög drungalegt umhorfs, að keyra í bænum þegar ég fór þarna í morgun,“ segir Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps í samtali við Vísi. Mbl.is greindi frá sandfokinu fyrr í dag. Klippa: Allt á kafi í sandi í Vík „Fólk á eftir að þurfa að hreinsa úr görðum og innkeyrslum og alls konar, svo bara bíðum við eftir alvöru mýrdælskri rigningu, sem að við erum nú vön hérna.“ Hún hjálpar? „Hún hjálpar en við höfum ekki náð að meta það ennþá hvort og þá hversu mikið tjónið er af þessu,“ segir Einar Freyr. Megnið af sandinum er vestast og austast í bænum. Sandurinn hefur haft nokkur áhrif á þorpslífið, til að mynda er sundlaugin lokuð, enda allt fullt af sandi þar eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þetta er ekki snjór. Þetta er sandur.Jakub Kaźmierczyk „Þetta er náttúrulega aftakaveður. Þetta er með mestu ölduhæð sem hefur sést, jafn vel frá 1990. Óvísindaleg ágiskun segir að það séu rúm fimmtán ár síðan við höfum séð svona mikinn sand fjúka inn í þorpið eins og gerðist í nótt,“ segir Einar Freyr. Töluverður sjór flæddi einnig upp á land en svo virðist sem að sjóvarnargarðar hafi haldið í áhlaupinu. „Það flæðir þarna sjór upp á land. Þar sem ekki eru neinar flóðvarnir. Það sem við kannski sjáum er að þær ráðstafanir sem við höfum gert í flóðvörnum, að þær eru að halda,“ segir Einar Freyr.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira