Frá þessu segir á síðunni covid.is. 11.111 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 11.611 í gær. 8.342 eru nú í sóttkví, en voru 7.954 í gær. 148 eru nú í skimunarsóttkví.
33 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 67 prósent utan sóttkvíar.

36 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en var 31 í gær. Tveir eru á gjörgæslu.
Alls hafa 79.511 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. 21 prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. Fimmtíu hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 5.046 en var 5.118 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 213, samanborið við 213 í gær.