Eriksen vissi að hann myndi spila aftur aðeins tveimur dögum eftir hjartastoppið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2022 10:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Finnlandi á EM þar sem hann hneig niður. GETTY/Lars Ronbog Christian Eriksen vissi að hann myndi spila fótbolta aftur aðeins tveimur dögum eftir að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM síðasta sumar. Eriksen gerði nýverið sex mánaða samning við Brentford en hann yfirgaf Inter undir lok síðasta árs. Daninn mátti ekki spila með gangráðinn sem var þræddur í hann á Ítalíu og þurfti því að fara þaðan til að halda ferlinum áfram. Þrátt fyrir að aðeins sjö mánuðir séu síðan Eriksen fór í hjartastopp er hann klár í slaginn. Í viðtali við heimasíðu Brentford var hann spurður hvenær hann hefði trúað því að hann myndi snúa aftur á fótboltavöllinn. „Tveimur dögum eftir atvikið. Ég áttaði mig á hvað hafði gerst seinna um kvöldið og næstu dagar fóru í að ná áttum,“ sagði Eriksen. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gpOM9UbQ2MY">watch on YouTube</a> „Síðan komu niðurstöður úr öllum prófunum. Ég hlustaði á læknana og eitt leiddi af öðru. Ef ég gæti gert það sem þeir lögðu fyrir mig gæti ég komið til baka hægt og rólega. Fyrst í stað var mikið um próf til að sjá hvernig hjartað myndi bregðast við áreynslu. Sem betur fer gekk það vel. Ég gat bætt við mig í hverjum mánuði og síðan byrjað að spila. Þótt þú sért með gangráð eru þér engin takmörk sett.“ Eriksen verður fyrsti leikmaðurinn til að spila með gangráð í ensku úrvalsdeildinni. Hann þekkir vel til þar en hann lék lengi með Tottenham. Næsti leikur Brentford er gegn Englandsmeisturum Manchester City annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eriksen gerði nýverið sex mánaða samning við Brentford en hann yfirgaf Inter undir lok síðasta árs. Daninn mátti ekki spila með gangráðinn sem var þræddur í hann á Ítalíu og þurfti því að fara þaðan til að halda ferlinum áfram. Þrátt fyrir að aðeins sjö mánuðir séu síðan Eriksen fór í hjartastopp er hann klár í slaginn. Í viðtali við heimasíðu Brentford var hann spurður hvenær hann hefði trúað því að hann myndi snúa aftur á fótboltavöllinn. „Tveimur dögum eftir atvikið. Ég áttaði mig á hvað hafði gerst seinna um kvöldið og næstu dagar fóru í að ná áttum,“ sagði Eriksen. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gpOM9UbQ2MY">watch on YouTube</a> „Síðan komu niðurstöður úr öllum prófunum. Ég hlustaði á læknana og eitt leiddi af öðru. Ef ég gæti gert það sem þeir lögðu fyrir mig gæti ég komið til baka hægt og rólega. Fyrst í stað var mikið um próf til að sjá hvernig hjartað myndi bregðast við áreynslu. Sem betur fer gekk það vel. Ég gat bætt við mig í hverjum mánuði og síðan byrjað að spila. Þótt þú sért með gangráð eru þér engin takmörk sett.“ Eriksen verður fyrsti leikmaðurinn til að spila með gangráð í ensku úrvalsdeildinni. Hann þekkir vel til þar en hann lék lengi með Tottenham. Næsti leikur Brentford er gegn Englandsmeisturum Manchester City annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira