Kosningastjóri síðast fer nú sjálf í framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 15:50 Sandra Hlíf Ocares óskar eftir stuðningi í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sandra Hlíf Ocares gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 3. sæti. Sandra Hlíf er fædd árið 1980, lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira