Þurfa tuttugu lasagnediska á dag Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking þarf að fá nóg að borða og til þess er séð í ólympíuþorpinu. Getty/Wang Zhao Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er ekki bara það besta í heimi í sínum íþróttagreinum. Margt af því getur tekið mun betur til matar síns en meðalmaðurinn. Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira