„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 08:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“ Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45