Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 07:31 Joe Rogan stýrir einum vinsælasta hlaðvarpsþætti heims. Getty Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi. Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi.
Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59