Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 19:21 Halldór Benjamín Þorbergsson segir mikla þörf á innflutningi fólks til að starfa á flestum sviðum atvinnulífsins á næstu árum. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira