Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 19:21 Halldór Benjamín Þorbergsson segir mikla þörf á innflutningi fólks til að starfa á flestum sviðum atvinnulífsins á næstu árum. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira