Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Hólmfríður Gísladóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2022 14:45 Mikill vatnselgur er á Sæbraut. vísir/vilhelm Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. „Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
„Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
Veður Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59 Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?