Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:16 Odell Beckham Jr. hefur verið frábær fyrir Los Angeles Rams. Kevin C. Cox/Getty Images Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira