Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:16 Odell Beckham Jr. hefur verið frábær fyrir Los Angeles Rams. Kevin C. Cox/Getty Images Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sjá meira
„Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sjá meira