„Foreldrar, ömmur og afar munu segja frá því þegar West Ham mætti á Aggborough“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Declan Rice og félagar mæta Kidderminster Harriers í dag. EPA-EFE/Peter Powell Það er góð og gild ástæða fyrir því að oft er talað um „töfra FA-bikarsins.“ Segja má að leikur Kidderminster Harriers og West Ham United sem fram fer í dag sé hluti af þeim töfrum. Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Enska bikarkeppnin er sú elsta í sögunni og enn í miklum metum, sérstaklega hjá liðum sem flokkast ekki undir elítuna á Englandi. Reikna má með að leikur West Ham United og Kidderminster Harriers verði leikur kattarins að músinni enda leika heimamenn í F-deild enskrar knattspyrnu á meðan West Ham er í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. En eins og við vitum þá hefur Davíð komið Golíat á óvart í gegnum tíðina. Kidderminster Harriers er lítið félag en á sér þó ríka sögu enda stofnað árið 1886. Liðið hefur áður tekið á móti West Ham í bikarnum og þá mættu 8000 manns á völlinn. Er það töluvert yfir sætafjölda en samkvæmt Wikipedia-síðu Kidderminster tekur Aggborough-völlurinn aðeins rúmlega 3000 manns í sæti og annan eins fjölda standandi. What a story this would be Can non-league Kidderminster Harriers knock West Ham out of the FA Cup?Watch LIVE from 12:00 GMT Saturday on the BBC #bbcfootball #bbcfacup— Match of the Day (@BBCMOTD) February 4, 2022 Richard Lane, formaður Kidderminster, vonast til að nálægð áhorfenda á Aggborough muni hjálpa sínum mönnum í dag. „Að hafa alla áhorfendur svo nálægt vellinum sjálfum mun vonandi hræða leikmenn West Ham að einhverju leyti. Ef þú setur alla litlu hlutina saman þá eigum við möguleika,“ sagði Lane í skemmtilegu innslagi breska ríkisútvarpsins fyrir leik. Klukkan 12.20 hefst útsending frá leik Kidderminster og West Ham í 4. umferð FA-bikarsins í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 3. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira