Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Rangnick gengur til búningsherbergja meðan Juan Mata reynir að hugga Anthony Elanga. Táningurinn var eini leikmaðurinn sem brenndi af víti í vítaspyrnukeppninni. Alex Livesey/Getty Images Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira