Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:49 Gul veðurviðvörun er fyrir allt landið frá miðnætti á sunnudagskvöld. Veðurstofa Íslands Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“
Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira