Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Sif Atladóttir á ferðinni í leik gegn Japan í nóvember. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð í áratug en spilar með Selfossi á komandi tímabili. Getty/Angelo Blankespoor Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira