Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 21:34 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi á þriðjudag bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort embættið hefði verið auglýst laust til umsóknar og á því á hvaða lagagrundvelli setning Ásdísar í embætti hefði verið byggð. Í svari ráðuneytisins, sem má sjá á vef Stjórnarráðsins, kemur fram að um tímabundna setningu hafi verið að ræða og það verið auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Ásdís Halla Bragadóttir var sett í embætti ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða.Stjórnarráðið „Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur nú þegar auglýst embætti ráðuneytisstjóra líkt og ætlunin vera að gera eftir að nýtt ráðuneyti tók til starfa 1. febrúar sl. Nýtt ráðuneyti getur ekki tekið til starfa nema með ráðuneytisstjóra. Því var sett í embættið tímabundið til þriggja mánaða. Ekki er um að ræða fasta skipun heldur tímabundna setningu og tíminn nýttur til að auglýsa og ráða í embætti ráðuneytisstjóra. Ráðherra hafði við stofnun nýs ráðuneytis einungis val um það að flytja embættismann varanlega í starfið eða setja einhvern til skamms tíma á meðan auglýst væri,“ segir þar. Þá segir að setningin gildi til þriggja mánaða, sem telja verði hæfilegan tíma fyrir skipunarferli ráðuneytisstjóra, með hliðsjón af ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Ásdís Halla var ráðin sem verkefnastjóri við undirbúnings nýs ráðuneytis í byrjun desember 2021 og hefur því unnið með starfsmönnum ráðuneytisins, og í góðu samstarfi við Stjórnarráðið, að því að móta skipulag nýs ráðuneytis. Það lá því beint við að hún myndi halda því verkefni áfram og sinna um leið starfi ráðuneytisstjóra sem fer m.a. með yfirstjórn og stefnumótun ráðuneytisins undir yfirstjórn ráðherra á meðan embættið er auglýst. Embættið hefur nú verið auglýst og umsóknarfrestur er til 28. febrúar [næstkomandi],“ segir þá í tilkynningunni. Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi á þriðjudag bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort embættið hefði verið auglýst laust til umsóknar og á því á hvaða lagagrundvelli setning Ásdísar í embætti hefði verið byggð. Í svari ráðuneytisins, sem má sjá á vef Stjórnarráðsins, kemur fram að um tímabundna setningu hafi verið að ræða og það verið auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Ásdís Halla Bragadóttir var sett í embætti ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða.Stjórnarráðið „Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur nú þegar auglýst embætti ráðuneytisstjóra líkt og ætlunin vera að gera eftir að nýtt ráðuneyti tók til starfa 1. febrúar sl. Nýtt ráðuneyti getur ekki tekið til starfa nema með ráðuneytisstjóra. Því var sett í embættið tímabundið til þriggja mánaða. Ekki er um að ræða fasta skipun heldur tímabundna setningu og tíminn nýttur til að auglýsa og ráða í embætti ráðuneytisstjóra. Ráðherra hafði við stofnun nýs ráðuneytis einungis val um það að flytja embættismann varanlega í starfið eða setja einhvern til skamms tíma á meðan auglýst væri,“ segir þar. Þá segir að setningin gildi til þriggja mánaða, sem telja verði hæfilegan tíma fyrir skipunarferli ráðuneytisstjóra, með hliðsjón af ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Ásdís Halla var ráðin sem verkefnastjóri við undirbúnings nýs ráðuneytis í byrjun desember 2021 og hefur því unnið með starfsmönnum ráðuneytisins, og í góðu samstarfi við Stjórnarráðið, að því að móta skipulag nýs ráðuneytis. Það lá því beint við að hún myndi halda því verkefni áfram og sinna um leið starfi ráðuneytisstjóra sem fer m.a. með yfirstjórn og stefnumótun ráðuneytisins undir yfirstjórn ráðherra á meðan embættið er auglýst. Embættið hefur nú verið auglýst og umsóknarfrestur er til 28. febrúar [næstkomandi],“ segir þá í tilkynningunni.
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira