Salah og Mané mætast í úrslitum eftir annan vítaspyrnusigur Egypta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 21:50 Mohamed Salah mætir liðsfélaga sínum hjá Liverpool í úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á sunnudaginn. Visionhaus/Getty Images Egyptar eru komnir í úrslit Afríkumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn heimamönnum í Kamerún í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira