Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 23:33 Vörubílstjórar hafa lokað vegum í Kanada í mótmælaskyni. AP News Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu. Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu.
Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23