„Við erum svo hoppandi glöð“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. febrúar 2022 20:15 Brynhildur Guðjónsdóttir stýrir Borgarleikhúsinu. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. „Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59
Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01
Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46