Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 14:42 Um 550 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi skjálftahrinu vestan við Ok í Borgarfirði. Veðurstofa Íslands Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25