Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:53 Margir mættu í sýnatöku í gær en vegna anna getur fólk þurft að bíða eftir niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Sjá meira
Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07
816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33