Helguvíkurhöfn skuldaði níu milljarða króna Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 12:02 Íbúar og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ leggjast alfarið gegn því að kísilverði í Helguvík verði endurræst og kalla eftir viðræðum við Arion banka um annars konar starfsemi á svæðinu. vísir/gva Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir skuldavanda hafnarinnar í Helguvík gífurlegan og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma sveitarfélaginu til aðstoðar. Allir bæjarfulltrúar sem og meirihluti íbúa leggist alfarið gegn því að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Í morgun fór fram opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um stöðu mála í Helguvík. Kísilver United Silicon var gangsett þar í nóvember 2016 en var endanlega lokað aftur í apríl 2017 eftir að ekki tókst að koma í veg fyrir mengun frá starfseminni og snérust íbúar Reykjanesbæjar alfarið gegn henni. Fyrirtækið fór á hausinn og er nú í eigu Arion banka sem hefur áhuga á að selja það til PCC sem á kísilverið á Bakka við Húsavík. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir enga möguleika á að ná sáttum við bæjarbúa um að endurræsa kísilverið í Helguvík.vísir Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var einn þeirra sem mætti fyrir nefndina í morgun. Hann rakti hrakfallasögu alls konar áforma um starfsemi iðjuvera í Helguvík allt frá því fyrir síðustu aldamótum. Áberandi athafnaleysi ríkisins varðandi málefni svæðisins væri ámælisvert að mati allra sveitarstjórnarmanna. „Enginn stuðningur til sveitarfélagsins eins og ríkið hefur meðal annars veitt í Norðurþingi. Samfélagið eftir þessa þrjátíu ára sögu hefur glímt við fjárhagslegar afleiðingar. Svona til upplýsingar voru skuldir hafnarinnar fyrir rúmu ári níu milljarðar,“ segir Friðjón. Fremst á þessari mynd sést uppbygging álvers sem aldrei varð af í Helguvík. Nálægð svæðisins og hafnarinnar við Reykjanesbæ er augljósvísir/gva Neikvætt eigiðfé Helgavíkurhafnar hafi verið tæpir sex milljarðar króna. Friðjón segir í samtali við fréttastofu að staðan sé orðin betri nú. Bæjarfélagið hafi án aðkomu ríkisins unnið á skuldunum. Þær hafi farið úr rúmum milljarði í níu milljarða á árunum 2002 til 2016 en verið komnar niður í milljarð í fyrra. Á sama tímabili hafi eigið fé farið úr að vera neikvætt upp á 626 milljónir í 5,5 milljarða. Það hafi verið neikvætt í kring um milljarðinn í fyrra. Þetta væri allt afleiðing þrjátíu ára stóriðjustefnu. Það væri kominn tími til að henda þeirri stefnu og hugsa málið upp á nýtt. Allar væntingar til kísilversins hefðu brugðist. „Með ótrúlegum stuðningi íbúa og síðan Umhverfisstofnunar tókst okkur að stöðva þetta kísilver,“ sagði formaður bæjarráðs. Kannanir meðal íbúa undanfarin ár sýni að yfirgnæfandi meirihluti þeirra væri á móti þessari starfsemi í Helguvík. Allir ellefu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar væru á móti því að endurræsa kísilverið og vonandi næðust samningar við Arion banka um annars konar nýtingu lóðarinnar og hafnarinnar. „Það er bara þannig að reynsla okkar af þessu verkefni er því miður á þann veg að það er enginn möguleiki á að ná sátt við samfélagið hérna í Reykjanesbæ,“ sagði Friðjón Einarsson á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Efnahagsmál Reykjanesbær United Silicon Alþingi Tengdar fréttir „Íbúar eru foxillir“ Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. 13. janúar 2022 11:40 Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í morgun fór fram opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um stöðu mála í Helguvík. Kísilver United Silicon var gangsett þar í nóvember 2016 en var endanlega lokað aftur í apríl 2017 eftir að ekki tókst að koma í veg fyrir mengun frá starfseminni og snérust íbúar Reykjanesbæjar alfarið gegn henni. Fyrirtækið fór á hausinn og er nú í eigu Arion banka sem hefur áhuga á að selja það til PCC sem á kísilverið á Bakka við Húsavík. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir enga möguleika á að ná sáttum við bæjarbúa um að endurræsa kísilverið í Helguvík.vísir Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var einn þeirra sem mætti fyrir nefndina í morgun. Hann rakti hrakfallasögu alls konar áforma um starfsemi iðjuvera í Helguvík allt frá því fyrir síðustu aldamótum. Áberandi athafnaleysi ríkisins varðandi málefni svæðisins væri ámælisvert að mati allra sveitarstjórnarmanna. „Enginn stuðningur til sveitarfélagsins eins og ríkið hefur meðal annars veitt í Norðurþingi. Samfélagið eftir þessa þrjátíu ára sögu hefur glímt við fjárhagslegar afleiðingar. Svona til upplýsingar voru skuldir hafnarinnar fyrir rúmu ári níu milljarðar,“ segir Friðjón. Fremst á þessari mynd sést uppbygging álvers sem aldrei varð af í Helguvík. Nálægð svæðisins og hafnarinnar við Reykjanesbæ er augljósvísir/gva Neikvætt eigiðfé Helgavíkurhafnar hafi verið tæpir sex milljarðar króna. Friðjón segir í samtali við fréttastofu að staðan sé orðin betri nú. Bæjarfélagið hafi án aðkomu ríkisins unnið á skuldunum. Þær hafi farið úr rúmum milljarði í níu milljarða á árunum 2002 til 2016 en verið komnar niður í milljarð í fyrra. Á sama tímabili hafi eigið fé farið úr að vera neikvætt upp á 626 milljónir í 5,5 milljarða. Það hafi verið neikvætt í kring um milljarðinn í fyrra. Þetta væri allt afleiðing þrjátíu ára stóriðjustefnu. Það væri kominn tími til að henda þeirri stefnu og hugsa málið upp á nýtt. Allar væntingar til kísilversins hefðu brugðist. „Með ótrúlegum stuðningi íbúa og síðan Umhverfisstofnunar tókst okkur að stöðva þetta kísilver,“ sagði formaður bæjarráðs. Kannanir meðal íbúa undanfarin ár sýni að yfirgnæfandi meirihluti þeirra væri á móti þessari starfsemi í Helguvík. Allir ellefu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar væru á móti því að endurræsa kísilverið og vonandi næðust samningar við Arion banka um annars konar nýtingu lóðarinnar og hafnarinnar. „Það er bara þannig að reynsla okkar af þessu verkefni er því miður á þann veg að það er enginn möguleiki á að ná sátt við samfélagið hérna í Reykjanesbæ,“ sagði Friðjón Einarsson á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun.
Efnahagsmál Reykjanesbær United Silicon Alþingi Tengdar fréttir „Íbúar eru foxillir“ Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. 13. janúar 2022 11:40 Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Íbúar eru foxillir“ Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. 13. janúar 2022 11:40
Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda