Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Dele Alli hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur en þeir voru reyndar ekki margir á síðustu vikum og mánuðum. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool. Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira