Mikael og Berglind stóðu sig vel í Blindum bakstri í gær.
Í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi var verkefnið að baka litríka einhyrningaköku en gestirnir að þessu sinni voru þau Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir sem eru þáttastjórnendur Krakkakviss á Stöð 2 sem sýndir eru á laugardagskvöldum.
Berglind segist baka almennt nokkuð mikið en ekki beint flóknar uppskriftir. Mikael hefur aftur á móti aldrei bakað.
Það vakti mikla athygli þegar keppendur skreyttu kökurnar og sýndu síðan afraksturinn undir lok þáttarins eins og sjá má hér að neðan.