Eftir hálftíma leik kom Famara Diedhiou Senegal á bragðið þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Sadio Mane.
Þrátt fyrir yfirburði Senegal tókst Gíneumönnum að jafna metin á 57.mínútu þegar Jannick Buyla Sam skoraði.
Í kjölfarið stigu Senegalar á bensíngjöfina og tryggðu sér sigur með mörkum frá Cheikhou Kouyate á 68.mínútu og Ismaila Sarr á 79.mínútu.
Lokatölur 3-1 fyrir Senegal sem munu mæta Búrkina Fasó í undanúrslitunum á meðan Egyptaland og heimamenn í Kamerún mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni.