Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 18:06 Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar. Myndin er úr safni. Lögreglan á Vestfjörðum Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.
Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44