„Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:00 Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd. vísir/getty Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið. „Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira