Krúnudjásnin í hendur hugsjónalausra stórkapítalista með brú út í heim Eiður Þór Árnason skrifar 30. janúar 2022 09:31 Plötubúðin Hljómaval í Keflavík árið 1984. CC BY-SA 2.0/Roger Goodman Eins og að selja kvótann úr byggðarlaginu. Tækifæri til að auka hlut íslenskrar menningar á heimssviðinu og ávísun á aukna fjárfestingu og tekjur fyrir listamenn. Skýrt dæmi um gjörsamlega brotið viðskiptafyrirkomulag tónlistarbransans. Skiptar skoðanir eru um þau stórtíðindi sem bárust nýverið úr herbúðum langstærsta plötufyrirtækis landsins. Alda Music hefur náð samkomulagi um sölu á útgáfufyrirtækinu til alþjóðlega tónlistarrisans Universal Music Group og dótturfélagsins Ingrooves. Salan kom mörgum í opna skjöldu en Alda Music hefur að geyma upptökur margra þekktustu tónlistarmanna Íslandssögunnar og um leið stærstan hluta íslenskrar tónlistarsögu. Að sögn Öldu Music á fyrirtækið réttinn á allt að 80% af allri tónlist sem hefur verið gefin út á Íslandi. Nær safnið yfir heila öld og innanborðs má til að mynda finna tónlist Björgvins Halldórssonar, Ellý Vilhjálms, Grýlanna, Bubba Morthens, Stuðmanna, Hljóma og ótal fleiri þjóðþekktra nafna. Starfa í yfir sextíu löndum Ingrooves er hluti af Universal Music Group, stærsta tónlistarútgefanda í heimi, sem keypti fyrirtækið árið 2019. Ingrooves gefur ekki út tónlist heldur sérhæfir sig meðal annars í að aðstoða útgefendur og listamenn við dreifingu og markaðssetningu tónlistar á netinu. Því er ekki um að ræða plötufyrirtæki í hinum hefðbundna skilningi. Eftir kaupin verður Alda Music dótturfélag Universal International Music B.V. í Hollandi sem heyrir beint undir móðurfélagið Universal Music Group B.V. Á sama tíma verður Ingrooves stafrænn dreifingaraðili Öldu. Universal Music Group starfar í yfir sextíu löndum og verður Alda áfram íslenskt fyrirtæki með starfsemi hér á landi. Ingrooves hefur verið í miklum vexti að undanförnu og frá upphafi 2020 opnað starfstöðvar í minnst tíu löndum í Evrópu og Asíu. Þá er rúmt ár síðan fyrirtækið keypti suðurafríska dreifingarfyrirtækið Electromonde. Á öðrum mörkuðum velur Ingrooves yfirleitt þá leið að gera dreifingarsamninga við starfandi útgefendur. Höfundaréttur, útgáfusamningur og master Áður en kafað er dýpra í áhrif sölunnar á Öldu Music er mikilvægt að gera grein fyrir grunnhugtökum og rekstrarfyrirkomulagi útgáfufyrirtækja. Þegar nýtt lag er samið myndast höfundaréttur sem tilheyrir sjálfkrafa laga- og textahöfund/um. Þegar sama lag er tekið upp verður til svonefnd frumupptaka eða master og um leið útgáfuréttur á þeirri upptöku. Masterinn og útgáfurétturinn tilheyrir oftast þeim aðila sem fjármagnar upptökuna, hvort sem það er útgáfufyrirtæki á borð við Öldu Music, flytjandinn sjálfur eða aðrir aðilar. Hefðbundinn útgáfusamningur felur gjarnan í sér að útgefandinn semur við flytjanda um að fjármagna upptöku og framleiðslu plötu, sölu og markaðssetningu, annan stuðning og jafnvel fyrirframgreiðslu. Í staðinn eignast fyrirtækið útgáfuréttinn og greiðir flytjanda hluta af tekjum sem fást fyrir upptökuna. Útgáfusamningur er milli flytjanda og útgefanda en ekki gerður við lagahöfund. Höfundarétturinn, sem tengist tónsmíðinni en ekki upptökunni, tilheyrir höfundi lagsins sem fær greidd höfundaréttargjöld eða svokölluð STEF-gjöld meðal annars fyrir spilun í útvarpi, sjónvarpi, auglýsingum og kvikmyndum í gegnum höfundaréttarsamtök og tónlistarforleggjara (e. publishing fyrirtæki). Með sölunni á Öldu Music er því ekki verið að selja höfundarétt úr landi heldur útgáfurétt að tónlist sem fyrirtækið á rétt að og upptökurnar af tónlistinni. Kemur nær allt frá Spotify En hvaða þýðingu hefur salan fyrir íslenskan tónlistariðnað og hvað er í húfi? Alda Music var stofnað árið 2016 og tók þá við öllum útgáfurétti, upptökurétti, dreifingarsamningum og útgáfum Senu. Sena var stofnuð á grunni Skífunnar árið 2005 sem hafði þá sankað að sér flest öllum plötuútgáfum landsins. Samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda var hlutdeild Öldu Music af heildartekjum af streymi, geisladiskum og vínyl 9,29% á Íslandi árið 2020. Kemur Alda á eftir erlendu stórfyrirtækjunum Universal Music Group, Sony Music Entertainment og Warner Music Group sem fóru samanlagt með 65,52% hlutdeild. Spotify hefur umbylt tónlistariðnaðinum á einungis nokkrum árum. Getty Gífurleg breyting hefur orðið á tónlistariðnaðinum á síðustu árum og hafa tekjur frá tónlistarveitum á borð við Spotify stóraukist á sama tíma og plötusala hverfur. Hátt í 90% af söluandvirði hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi kom frá Spotify árið 2019 samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Streymisveitur hafa gjörbreytt dreifingu tónlistar og sleppa flestir tónlistarmenn og útgáfufyrirtæki í dag við að þurfa að fjármagna dýra og umfangsmikla geisladiskaframleiðslu og dreifingu. Hefur þetta umturnað stöðu plötufyrirtækja um allan heim. Áfram þurfa tónlistarmenn þó millilið til þess að koma tónlist sinni inn á streymisveitur og þar koma útgáfufyrirtæki og hinir ýmsu dreifingaraðilar inn í myndina. Yngra tónlistarfólk fær hærra hlutfall af tekjum Samhliða streymisvæðingu hefur það færst í aukana að tónlistarmenn gefi tónlistina sína út sjálfir og geri dreifingarsamning í stað hefðbundins plötusamnings. Til að bregðast við breyttum aðstæðum setti Alda Music því á fót dótturfyrirtækið Dreifir sem sér einungis um að koma tónlist inn á streymisveitur. Slík dreifingarfyrirtæki taka yfirleitt ekki þátt í að fjármagna upptökur og taka því mun lægri kostnað en hefðbundin plötufyrirtæki. „Þeir eru kannski með 15 til 20% dreifingargjald eða eitthvað svoleiðis en þegar þú ert með plötusamning þá snýst þetta við þannig að listamaðurinn fær kannski 18 til 22% af nettósölu og útgefandinn rest,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður hjá Vík lögmannstofu sem sérhæfir sig í hugverkarétti og tengdum samningum. Tómas hefur verið viðloðinn tónlistarbransann í yfir þrjá áratugi og starfað fyrir ótal íslenska tónlistarmenn, heimsþekkta sem landsþekkta. Tómas Þorvaldsson lögmaður.VÍK Með fleiri valkosti í dag Þrátt fyrir að listamenn eigi nú mun auðveldara með að koma tónlist sinni til hlustenda án aðkomu plötufyrirtækja segir Tómas þau langt því frá dauð úr öllum æðum. Þó tónlistarmarkaðurinn hafi gjörbreyst frá því hann byrjaði í faginu þurfi listamenn enn yfirleitt að hafa mikið fyrir því að brjótast í gegn. Og þá er gott að hafa öflugan bakhjarl. Tómas segir að auk þess að koma tónlistinni inn á streymisveitur snúist plötuútgáfa um markaðsstarf, aðstoð við skipulagningu tónleikaferðalaga og fleira. Þessir stóru aðilar, sem geta gert þetta allt og boðið fyrirframgreiðslu þannig að listamaðurinn sé með peninga til að lifa í einhvern tíma, þeir hafa enn mjög sterka samningsstöðu. Aðalatriðið sé að í dag hafi tónlistarmenn miklu fleiri valkosti til að koma tónlist sinni á framfæri og þeir séu ekki eins háðir því að stór aðili semji við þá og fjármagni mjög kostnaðarsama framleiðslu og dreifingu á geisladiskum. „Flest tónlist kemst inn á Spotify en þú þarft líka að hafa ákveðið afl til þess að koma tónlistinni þar inn á rétta spilunarlista, og það getur skipt sköpum fyrir listamanninn. Einnig er gríðarleg vinna og kostnaður á bak við markaðssetningu, að búa til umtal, og vörumerki ef það er áhugi fyrir því,“ bætir Tómas við. Eignarhald á master stjórnast af því hver borgar brúsann. Áður var nær óumflýjanlegt að þiggja þjónustu plötufyrirtækja sem fjármögnuðu framleiðslu á hljóðsnældum og geisladiskum.Getty/Terence Ang Skipti sköpum að eiga upptökuna á streymistímum Tómas segir ákveðna hreyfingu hafa átt sér stað síðustu fimm til tíu ár þar sem flytjendur leggi aukna áherslu á að eiga upptökurnar sínar, en þær voru yfirleitt áður á hendi útgáfufyrirtækjanna. Þetta eignarhald skiptir sérstaklega miklu máli á tímum streymisveitna en Tómas segir að Spotify greiði í dag einungis 15% af tekjum sínum til lagahöfunda en 55% til þeirra sem eiga upptökuna. Þetta helst í hendur við að tækniþróun hefur leitt til þess að upptökukostnaður hefur lækkað til muna frá því sem áður var. Jafnvel eru dæmi um að alþjóðlegar metsöluplötur hafi verið teknar upp í svefnherbergjum. „Núna er þetta kannski þannig að sumir listamenn hafa efni á því að taka upp sjálfir, kosta stúdíóið sjálfir og eiga masterinn sinn, eru jafnvel með stúdíó eða gera þetta með einhverjum öðrum hætti,“ segir Tómas. Oft kosti upptaka tíu til tólf laga plötu þrjár milljónir eða jafnvel minna. Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca og Johnny National, segir að eitt eigi ekki að ganga yfir alla.Aðsend Eins og kvótinn sé farinn úr byggðarlaginu Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að svo stór hluti af íslenskum menningararfi sé kominn í erlent eignarhald. „Þetta er tónlistarsaga Íslands bara eins og hún leggur sig. Þetta er komið í hendurnar á stórfyrirtæki og þau eru bara með einn tilgang og það er græða, sérstaklega þar sem þetta er ekki íslenskt fyrirtæki sem hefur tengingar við listamennina, menninguna og landið. Að þetta apparat sé komið með tónlistararfleiðina okkar er eins og það sé verið að selja kvótann úr byggðarlaginu,“ segir Erpur í samtali við Vísi. Mér skilst að Sölvi Blöndal sé á lokametrunum að fá handritin heim frá Danmörku og að samningar liggi fyrir um kaup Amazon á þeim. Stór dagur fyrir íslenskar bókmenntir! — Jón Pétur (@Jon_Petur) January 24, 2022 Málið varði þekktustu tónlistarmenn landsins, bæði núlifandi og látna, sem hafi ekkert um það að segja hvað verður um verkin. Erpur nefnir Ellý Vilhjálms í þessu samhengi og telur óeðlilegt að hennar verk verði ekki lengur á forræði Íslendinga. „Það er ekki mikið af minni tónlist sem fer undir Universal en ég er að hugsa um alla sem eru ekki með okkur lengur. Af því að þetta eru masterarnir frá fólki sem er löngu farið en lifir með okkur í okkar menningu. Þetta mun ekki gera nokkurn skapaðan hlut annan en að Íslendingar hafa ekki lengur valdið yfir þeim.“ Gott fyrir tónlistarmenn í útrás Á sama tíma segist Erpur ekki efast um að íslenskir flytjendur sem stefni á útrás erlendis geti mögulega grætt á því að vera hluti af stærstu tónlistarsamsteypu í heimi. Þannig telur hann að salan á Öldu Music sé jákvæð fyrir marga en hún komi ekki til með að efla grasrótina í íslenskri tónlist. Þannig að þetta er gott fyrir suma og vont fyrir aðra. En við höfum ekkert val um það, þetta fer allt sama hvort. Haft er eftir Sölva Blöndal, framkvæmdastjóra Öldu Music, í tilkynningu um kaup Universal Music að fyrirtækið hyggist fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. „Íslensk tónlist hefur sjaldan átt fleiri og stærri farvegi til heimsins en ég get ekki hugsað mér betri samstarfsaðila en Universal Music/InGrooves í því verkefni að koma henni enn betur á framfæri. Við munum engu að síður halda áfram að gera okkar til að styðja við grasrótina, sem er og verður undirstaða nýsköpunar í íslenskri tónlist.“ Átti sig ekki á verðmætum íslenskrar menningar Erpur segir mikilvægt að minna á að íslensk menning sé sérstök og mikið af sköpunarverkunum höfði fyrst og fremst til Íslendinga. „Kvikmyndin Með allt á hreinu er ekki að vinna nein verðlaun á Cannes, það er enginn í útlöndum sem finnst Megas geggjaður. Við erum í þessari íslensku búbblu og elskum að vera í henni. Við viljum að þetta séu einhverjir sem fatti hvaða merkingu þetta hefur, því einhverjir stórkapítalistar út í rassgati þeir fatta það ekki,“ segir Erpur. Við gerum svo mikið sem Íslendingar fyrir Íslendinga og finnst það ógeðslega skemmtilegt. Áhyggjurnar eru að okkar íslenski katalógur er svo mikið þannig. „Ef allar íslenskar bókmenntir í einhverju formi myndu enda í höndunum á erlendu stórfyrirtæki þá væri verið að rífa kjaft á Alþingi. Tónlistarmenn gera sér oft ekki grein fyrir því hvað þetta er stór hluti af menningunni. Tónlist er alveg jafn stór og merkilegur hluti af okkar menningararfleifð eins og bækurnar og svo framvegis,“ bætir Erpur við. Allt í háaloft þegar Svíarnir vildu íslenskar bókmenntir Ákveðin líkindi eru með kaupum Universal Music á Öldu Music og fyrirhuguðum kaupum sænska tæknifyrirtækisins Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu. Líkt og Alda er Forlagið langstærsti útgefandinn á sínu sviði og á útgáfuréttinn að stórum hluta íslenskrar bókmenntasögu. Áform Storytel reyndust gríðarlega umdeild en félagið vonaðist til að geta nýtt verk Forlagsins til að tryggja samkeppnisstöðu sína á íslenskum raf- og hljóðbókamarkaði. Eftir mótmæli höfunda, vantraustsyfirlýsingu Rithöfundasambandsins og efasemdir samkeppnisyfirvalda var að lokum fallið frá kaupunum og í stað þess gerður langtímasamningur um dreifingu hljóð- og rafbóka. Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.Aðsend Hið besta mál fyrir íslenskt tónlistarfólk Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, telur söluna á Öldu Music vera jákvætt og sögulegt skref í þróun íslenskrar tónlistarútgáfu. Tónlistin okkar er og verður til staðar og í boði fyrir alla að hlusta en ég held að í stóru myndinni sé kominn hérna öflugur aðili sem af einhverri ástæðu leitar hingað. Það hlýtur að vera vegna þess að hann sér möguleikana. „Ég veit að það er svo mikið af hæfileikafólki hérna sem hefði góða möguleika en fær kannski á þennan hátt öflugri bakhjarl en hefur verið í boði. Ég sé ekki annað en að þetta ætti að vera hið besta mál fyrir íslenska tónlist, flytjendur og höfunda.“ Gunnar bendir á að Alda Music hafi fram að þessu reynt að markaðssetja tónlistina á nýjan hátt, koma flytjendum sínum á framfæri erlendis og búa til aukin verðmæti. Nýir eigendur hljóti að stefna að því að fá ávinning af kaupunum. „Nú er bara kominn annar stærri aðili sem hlýtur að hafa sömu markmið um að snúa þessu upp í hagnað. Þetta hlýtur að vera hugsað sem hagnaðarrekstur og sem vaxtarmöguleikar þannig að ég get ekki ímyndað mér að það geri neitt annað en að gera þetta bara á stærri skala.“ Réttindi rétthafa verði áfram varin og ef verk flytjenda nái enn meiri útbreiðslu og eldri tónlistarverk komist í flutning erlendis þýði það auknar tekjur fyrir tónlistarmenn. Alltaf verið týnd Gunnar óttast ekki að íslenskir tónlistarmenn geti týnst inn í erlendu stórfyrirtæki sem sinni mun stærri og arðvænlegri mörkuðum. Við erum nú þegar týnd í hinu stóra tónlistarhafi, það er að segja við erum svo lítil stærð. Ísland hafi alltaf verið pínulítill korktappi á úthafinu og erfitt fyrir fólk að brjótast í gegn. Gunnar segir ástandið þó hafa gjörbreyst á síðustu áratugum og sífellt fleiri tónlistarmenn séu að gera góða hluti hér á landi og erlendis. Salan á Öldu Music hljóti að bæta möguleika fólks enn frekar. „Ég reyndi að hugsa hvar vandamálið lægi, er þjóðararfurinn að hverfa? Svarið er nei, vegna þess að hvernig neytum við þessa þjóðararfs nema bara með því að opna fyrir Spotify og útvarpið og hlusta á þetta með eyrunum? Það heldur áfram, þetta er eyrnakonfekt sem verður alltaf í boði og ég átta mig ekki á því að það ættu að vera neinar girðingar fyrir því að þetta sé tónlistin okkar áfram.“ „Kannski er einhver áhætta sem ég sé ekki sem er falin í þessu en mér finnst einhvern veginn að þegar svona tækifæri býðst þá hljóti þetta að vera áhætta sem þú ert tilbúinn að taka,“ segir Gunnar að lokum. Logi Pedro hefur starfað lengi í tónlistarbransanum þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Vilhelm Vakni ýmsar spurningar Logi Pedro er tónlistarmaður og annar eigenda plötuútgáfunnar Les Frères Stefson sem hefur meðal annars gefið út tónlist með Flóna, Birni og GDRN. Logi þekkir bransann vel en útgáfa hans er í samkeppni við Öldu Music og sömuleiðis með dreifingarsamning við samkeppnisaðilann Sony Music Iceland. Logi telur söluna á Öldu Music vera tvíbenta og vekja upp ýmsar spurningar um eignarhald á tónlist og viðskiptafyrirkomulag tónlistariðnaðarins. Til að mynda sé löngu kominn tími til að ræða kaup og leigu á útgáfurétti tónlistar á Íslandi. Logi segir síðarnefnda fyrirkomulagið hafa færst í aukana og ungt tónlistarfólk á Íslandi sé í dag mjög meðvitað um að það þurfi ekki að selja frá sér útgáfuréttinn. Hinn anginn er hvað verður um þennan útgáfurétt þegar hann er seldur úr landi? Hvaða hvati er það fyrir stórfyrirtæki eins og Ingrooves að halda utan um útgáfurétt á tónlist sem er gefin út hjá svona lítilli þjóð? Logi segir eðlilegt að velta þessu upp þó hann efist ekki að fyrirtækið komi til með að búa til mikið af tekjum fyrir rétthafa íslenskar tónlistar. Á sama tíma megi leiða hugann að því hvaðan þessi söluvara komi, hvernig samningsumhverfið var og hvers vegna fólk sé enn að selja útgáfuréttinn frá sér. Fjölmörg dæmi séu um að fyrirtæki hafi samið við unga og óreynda tónlistarmenn sem átti sig mun síðar á því að þeir eigi ekki tónlistina sína. Í þessu samhengi nefnir Logi að Les Frères Stefson hans hafi ávallt lagt áherslu á að útgáfurétturinn sé í eigu listamannanna eða þeir fái hann til baka eftir ákveðinn tíma. Það tímabil geti til að mynda verið þrjú ár en eftir það fái tónlistarmaðurinn allar tekjur af upptökunum og fullt yfirráð yfir verkunum. Mikilvægt að melta og ræða þessa frétt um uppkaup erlends fyrirtækis á stórum hluta útgáfuréttar á íslenskri tónlist. Sem smáþjóð með örtungumál þurfum við að standa vörð um menningarverðmæti okkar og arfleifð, og hvernig við hlúum sem best að listinni fyrir ókomna framtíð.— Logi Pedro (@logipedro101) January 24, 2022 Dæmi um verðbréfavæðingu tónlistar Logi segir söluna og þróunina á heimsvísu varpa ákveðnu ljósi á „gjörsamlega brotið viðskiptafyrirkomulag tónlistarbransans.“ „Þetta er kannski svolítil aftenging við listina og dálítil verðbréfavæðing tónlistar þar sem þú ert bara að kaupa upp einhverja vafninga. Þú kaupir kannski eins og hér nokkur þúsund samninga frá Öldu Music og ert að kaupa þetta því þú sérð einhverjar tekjutölur án þess kannski að pæla beint í því hversu mikilvægt þetta er fyrir íslenska þjóð,“ segir Logi. Þá hafi hluti samninganna og upptakanna ítrekað gengið kaupum og sölum áður en þeir lentu hjá Öldu Music. Logi segir mikilvægt að taka fram að salan gæti reynst mjög jákvæð fyrir íslenskan tónlistariðnað en það muni jafnvel taka einn til tvo áratugi til að sjá fyllilega hvaða áhrif salan eigi eftir að hafa. Það eru alls konar vinklar á þessu máli en ég held að það sé óvarlegt að taka þessu bara sem fagnaðarefni en líka að vera eitthvað að setja sig beint upp á móti þessu. Óvarlegt að hrósa happi of snemma Loga finnst sömuleiðis óvarlegt af fulltrúum hagsmunasamtaka tónlistarmanna á Íslandi að fagna viðskiptunum án þess að vita neitt um smáatriðin í samningi Öldu og Universal. Mikilvægt sé að skoða hvaða þýðingu viðskiptin hafi fyrir menningararfleifð þjóðarinnar. „Svo má kannski benda á að erlend plötufyrirtæki hafa alltaf haft greiðan aðgang að íslenskri tónlist. Kaup Ingrooves, og þetta er í raun ekki bein aðkoma Universal, á einhverju fyrirtæki á Íslandi þýðir ekkert endilega einhver stökkbrú út,“ bætir Logi við en þess ber að geta að Universal Music kemur til með að verða beinn eigandi Öldu Music en ekki Ingrooves. Hann segir að fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hafi gert góða hluti erlendis þrátt fyrir að stóru erlendu fyrirtækin hafi lengst af ekki rekið skrifstofu á Íslandi. Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Öldu Music, gaf ekki kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að Universal International Music B.V. verður eigandi Öldu en ekki Ingrooves. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Fréttaskýringar Tengdar fréttir „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um þau stórtíðindi sem bárust nýverið úr herbúðum langstærsta plötufyrirtækis landsins. Alda Music hefur náð samkomulagi um sölu á útgáfufyrirtækinu til alþjóðlega tónlistarrisans Universal Music Group og dótturfélagsins Ingrooves. Salan kom mörgum í opna skjöldu en Alda Music hefur að geyma upptökur margra þekktustu tónlistarmanna Íslandssögunnar og um leið stærstan hluta íslenskrar tónlistarsögu. Að sögn Öldu Music á fyrirtækið réttinn á allt að 80% af allri tónlist sem hefur verið gefin út á Íslandi. Nær safnið yfir heila öld og innanborðs má til að mynda finna tónlist Björgvins Halldórssonar, Ellý Vilhjálms, Grýlanna, Bubba Morthens, Stuðmanna, Hljóma og ótal fleiri þjóðþekktra nafna. Starfa í yfir sextíu löndum Ingrooves er hluti af Universal Music Group, stærsta tónlistarútgefanda í heimi, sem keypti fyrirtækið árið 2019. Ingrooves gefur ekki út tónlist heldur sérhæfir sig meðal annars í að aðstoða útgefendur og listamenn við dreifingu og markaðssetningu tónlistar á netinu. Því er ekki um að ræða plötufyrirtæki í hinum hefðbundna skilningi. Eftir kaupin verður Alda Music dótturfélag Universal International Music B.V. í Hollandi sem heyrir beint undir móðurfélagið Universal Music Group B.V. Á sama tíma verður Ingrooves stafrænn dreifingaraðili Öldu. Universal Music Group starfar í yfir sextíu löndum og verður Alda áfram íslenskt fyrirtæki með starfsemi hér á landi. Ingrooves hefur verið í miklum vexti að undanförnu og frá upphafi 2020 opnað starfstöðvar í minnst tíu löndum í Evrópu og Asíu. Þá er rúmt ár síðan fyrirtækið keypti suðurafríska dreifingarfyrirtækið Electromonde. Á öðrum mörkuðum velur Ingrooves yfirleitt þá leið að gera dreifingarsamninga við starfandi útgefendur. Höfundaréttur, útgáfusamningur og master Áður en kafað er dýpra í áhrif sölunnar á Öldu Music er mikilvægt að gera grein fyrir grunnhugtökum og rekstrarfyrirkomulagi útgáfufyrirtækja. Þegar nýtt lag er samið myndast höfundaréttur sem tilheyrir sjálfkrafa laga- og textahöfund/um. Þegar sama lag er tekið upp verður til svonefnd frumupptaka eða master og um leið útgáfuréttur á þeirri upptöku. Masterinn og útgáfurétturinn tilheyrir oftast þeim aðila sem fjármagnar upptökuna, hvort sem það er útgáfufyrirtæki á borð við Öldu Music, flytjandinn sjálfur eða aðrir aðilar. Hefðbundinn útgáfusamningur felur gjarnan í sér að útgefandinn semur við flytjanda um að fjármagna upptöku og framleiðslu plötu, sölu og markaðssetningu, annan stuðning og jafnvel fyrirframgreiðslu. Í staðinn eignast fyrirtækið útgáfuréttinn og greiðir flytjanda hluta af tekjum sem fást fyrir upptökuna. Útgáfusamningur er milli flytjanda og útgefanda en ekki gerður við lagahöfund. Höfundarétturinn, sem tengist tónsmíðinni en ekki upptökunni, tilheyrir höfundi lagsins sem fær greidd höfundaréttargjöld eða svokölluð STEF-gjöld meðal annars fyrir spilun í útvarpi, sjónvarpi, auglýsingum og kvikmyndum í gegnum höfundaréttarsamtök og tónlistarforleggjara (e. publishing fyrirtæki). Með sölunni á Öldu Music er því ekki verið að selja höfundarétt úr landi heldur útgáfurétt að tónlist sem fyrirtækið á rétt að og upptökurnar af tónlistinni. Kemur nær allt frá Spotify En hvaða þýðingu hefur salan fyrir íslenskan tónlistariðnað og hvað er í húfi? Alda Music var stofnað árið 2016 og tók þá við öllum útgáfurétti, upptökurétti, dreifingarsamningum og útgáfum Senu. Sena var stofnuð á grunni Skífunnar árið 2005 sem hafði þá sankað að sér flest öllum plötuútgáfum landsins. Samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda var hlutdeild Öldu Music af heildartekjum af streymi, geisladiskum og vínyl 9,29% á Íslandi árið 2020. Kemur Alda á eftir erlendu stórfyrirtækjunum Universal Music Group, Sony Music Entertainment og Warner Music Group sem fóru samanlagt með 65,52% hlutdeild. Spotify hefur umbylt tónlistariðnaðinum á einungis nokkrum árum. Getty Gífurleg breyting hefur orðið á tónlistariðnaðinum á síðustu árum og hafa tekjur frá tónlistarveitum á borð við Spotify stóraukist á sama tíma og plötusala hverfur. Hátt í 90% af söluandvirði hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi kom frá Spotify árið 2019 samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Streymisveitur hafa gjörbreytt dreifingu tónlistar og sleppa flestir tónlistarmenn og útgáfufyrirtæki í dag við að þurfa að fjármagna dýra og umfangsmikla geisladiskaframleiðslu og dreifingu. Hefur þetta umturnað stöðu plötufyrirtækja um allan heim. Áfram þurfa tónlistarmenn þó millilið til þess að koma tónlist sinni inn á streymisveitur og þar koma útgáfufyrirtæki og hinir ýmsu dreifingaraðilar inn í myndina. Yngra tónlistarfólk fær hærra hlutfall af tekjum Samhliða streymisvæðingu hefur það færst í aukana að tónlistarmenn gefi tónlistina sína út sjálfir og geri dreifingarsamning í stað hefðbundins plötusamnings. Til að bregðast við breyttum aðstæðum setti Alda Music því á fót dótturfyrirtækið Dreifir sem sér einungis um að koma tónlist inn á streymisveitur. Slík dreifingarfyrirtæki taka yfirleitt ekki þátt í að fjármagna upptökur og taka því mun lægri kostnað en hefðbundin plötufyrirtæki. „Þeir eru kannski með 15 til 20% dreifingargjald eða eitthvað svoleiðis en þegar þú ert með plötusamning þá snýst þetta við þannig að listamaðurinn fær kannski 18 til 22% af nettósölu og útgefandinn rest,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður hjá Vík lögmannstofu sem sérhæfir sig í hugverkarétti og tengdum samningum. Tómas hefur verið viðloðinn tónlistarbransann í yfir þrjá áratugi og starfað fyrir ótal íslenska tónlistarmenn, heimsþekkta sem landsþekkta. Tómas Þorvaldsson lögmaður.VÍK Með fleiri valkosti í dag Þrátt fyrir að listamenn eigi nú mun auðveldara með að koma tónlist sinni til hlustenda án aðkomu plötufyrirtækja segir Tómas þau langt því frá dauð úr öllum æðum. Þó tónlistarmarkaðurinn hafi gjörbreyst frá því hann byrjaði í faginu þurfi listamenn enn yfirleitt að hafa mikið fyrir því að brjótast í gegn. Og þá er gott að hafa öflugan bakhjarl. Tómas segir að auk þess að koma tónlistinni inn á streymisveitur snúist plötuútgáfa um markaðsstarf, aðstoð við skipulagningu tónleikaferðalaga og fleira. Þessir stóru aðilar, sem geta gert þetta allt og boðið fyrirframgreiðslu þannig að listamaðurinn sé með peninga til að lifa í einhvern tíma, þeir hafa enn mjög sterka samningsstöðu. Aðalatriðið sé að í dag hafi tónlistarmenn miklu fleiri valkosti til að koma tónlist sinni á framfæri og þeir séu ekki eins háðir því að stór aðili semji við þá og fjármagni mjög kostnaðarsama framleiðslu og dreifingu á geisladiskum. „Flest tónlist kemst inn á Spotify en þú þarft líka að hafa ákveðið afl til þess að koma tónlistinni þar inn á rétta spilunarlista, og það getur skipt sköpum fyrir listamanninn. Einnig er gríðarleg vinna og kostnaður á bak við markaðssetningu, að búa til umtal, og vörumerki ef það er áhugi fyrir því,“ bætir Tómas við. Eignarhald á master stjórnast af því hver borgar brúsann. Áður var nær óumflýjanlegt að þiggja þjónustu plötufyrirtækja sem fjármögnuðu framleiðslu á hljóðsnældum og geisladiskum.Getty/Terence Ang Skipti sköpum að eiga upptökuna á streymistímum Tómas segir ákveðna hreyfingu hafa átt sér stað síðustu fimm til tíu ár þar sem flytjendur leggi aukna áherslu á að eiga upptökurnar sínar, en þær voru yfirleitt áður á hendi útgáfufyrirtækjanna. Þetta eignarhald skiptir sérstaklega miklu máli á tímum streymisveitna en Tómas segir að Spotify greiði í dag einungis 15% af tekjum sínum til lagahöfunda en 55% til þeirra sem eiga upptökuna. Þetta helst í hendur við að tækniþróun hefur leitt til þess að upptökukostnaður hefur lækkað til muna frá því sem áður var. Jafnvel eru dæmi um að alþjóðlegar metsöluplötur hafi verið teknar upp í svefnherbergjum. „Núna er þetta kannski þannig að sumir listamenn hafa efni á því að taka upp sjálfir, kosta stúdíóið sjálfir og eiga masterinn sinn, eru jafnvel með stúdíó eða gera þetta með einhverjum öðrum hætti,“ segir Tómas. Oft kosti upptaka tíu til tólf laga plötu þrjár milljónir eða jafnvel minna. Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca og Johnny National, segir að eitt eigi ekki að ganga yfir alla.Aðsend Eins og kvótinn sé farinn úr byggðarlaginu Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að svo stór hluti af íslenskum menningararfi sé kominn í erlent eignarhald. „Þetta er tónlistarsaga Íslands bara eins og hún leggur sig. Þetta er komið í hendurnar á stórfyrirtæki og þau eru bara með einn tilgang og það er græða, sérstaklega þar sem þetta er ekki íslenskt fyrirtæki sem hefur tengingar við listamennina, menninguna og landið. Að þetta apparat sé komið með tónlistararfleiðina okkar er eins og það sé verið að selja kvótann úr byggðarlaginu,“ segir Erpur í samtali við Vísi. Mér skilst að Sölvi Blöndal sé á lokametrunum að fá handritin heim frá Danmörku og að samningar liggi fyrir um kaup Amazon á þeim. Stór dagur fyrir íslenskar bókmenntir! — Jón Pétur (@Jon_Petur) January 24, 2022 Málið varði þekktustu tónlistarmenn landsins, bæði núlifandi og látna, sem hafi ekkert um það að segja hvað verður um verkin. Erpur nefnir Ellý Vilhjálms í þessu samhengi og telur óeðlilegt að hennar verk verði ekki lengur á forræði Íslendinga. „Það er ekki mikið af minni tónlist sem fer undir Universal en ég er að hugsa um alla sem eru ekki með okkur lengur. Af því að þetta eru masterarnir frá fólki sem er löngu farið en lifir með okkur í okkar menningu. Þetta mun ekki gera nokkurn skapaðan hlut annan en að Íslendingar hafa ekki lengur valdið yfir þeim.“ Gott fyrir tónlistarmenn í útrás Á sama tíma segist Erpur ekki efast um að íslenskir flytjendur sem stefni á útrás erlendis geti mögulega grætt á því að vera hluti af stærstu tónlistarsamsteypu í heimi. Þannig telur hann að salan á Öldu Music sé jákvæð fyrir marga en hún komi ekki til með að efla grasrótina í íslenskri tónlist. Þannig að þetta er gott fyrir suma og vont fyrir aðra. En við höfum ekkert val um það, þetta fer allt sama hvort. Haft er eftir Sölva Blöndal, framkvæmdastjóra Öldu Music, í tilkynningu um kaup Universal Music að fyrirtækið hyggist fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. „Íslensk tónlist hefur sjaldan átt fleiri og stærri farvegi til heimsins en ég get ekki hugsað mér betri samstarfsaðila en Universal Music/InGrooves í því verkefni að koma henni enn betur á framfæri. Við munum engu að síður halda áfram að gera okkar til að styðja við grasrótina, sem er og verður undirstaða nýsköpunar í íslenskri tónlist.“ Átti sig ekki á verðmætum íslenskrar menningar Erpur segir mikilvægt að minna á að íslensk menning sé sérstök og mikið af sköpunarverkunum höfði fyrst og fremst til Íslendinga. „Kvikmyndin Með allt á hreinu er ekki að vinna nein verðlaun á Cannes, það er enginn í útlöndum sem finnst Megas geggjaður. Við erum í þessari íslensku búbblu og elskum að vera í henni. Við viljum að þetta séu einhverjir sem fatti hvaða merkingu þetta hefur, því einhverjir stórkapítalistar út í rassgati þeir fatta það ekki,“ segir Erpur. Við gerum svo mikið sem Íslendingar fyrir Íslendinga og finnst það ógeðslega skemmtilegt. Áhyggjurnar eru að okkar íslenski katalógur er svo mikið þannig. „Ef allar íslenskar bókmenntir í einhverju formi myndu enda í höndunum á erlendu stórfyrirtæki þá væri verið að rífa kjaft á Alþingi. Tónlistarmenn gera sér oft ekki grein fyrir því hvað þetta er stór hluti af menningunni. Tónlist er alveg jafn stór og merkilegur hluti af okkar menningararfleifð eins og bækurnar og svo framvegis,“ bætir Erpur við. Allt í háaloft þegar Svíarnir vildu íslenskar bókmenntir Ákveðin líkindi eru með kaupum Universal Music á Öldu Music og fyrirhuguðum kaupum sænska tæknifyrirtækisins Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu. Líkt og Alda er Forlagið langstærsti útgefandinn á sínu sviði og á útgáfuréttinn að stórum hluta íslenskrar bókmenntasögu. Áform Storytel reyndust gríðarlega umdeild en félagið vonaðist til að geta nýtt verk Forlagsins til að tryggja samkeppnisstöðu sína á íslenskum raf- og hljóðbókamarkaði. Eftir mótmæli höfunda, vantraustsyfirlýsingu Rithöfundasambandsins og efasemdir samkeppnisyfirvalda var að lokum fallið frá kaupunum og í stað þess gerður langtímasamningur um dreifingu hljóð- og rafbóka. Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.Aðsend Hið besta mál fyrir íslenskt tónlistarfólk Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, telur söluna á Öldu Music vera jákvætt og sögulegt skref í þróun íslenskrar tónlistarútgáfu. Tónlistin okkar er og verður til staðar og í boði fyrir alla að hlusta en ég held að í stóru myndinni sé kominn hérna öflugur aðili sem af einhverri ástæðu leitar hingað. Það hlýtur að vera vegna þess að hann sér möguleikana. „Ég veit að það er svo mikið af hæfileikafólki hérna sem hefði góða möguleika en fær kannski á þennan hátt öflugri bakhjarl en hefur verið í boði. Ég sé ekki annað en að þetta ætti að vera hið besta mál fyrir íslenska tónlist, flytjendur og höfunda.“ Gunnar bendir á að Alda Music hafi fram að þessu reynt að markaðssetja tónlistina á nýjan hátt, koma flytjendum sínum á framfæri erlendis og búa til aukin verðmæti. Nýir eigendur hljóti að stefna að því að fá ávinning af kaupunum. „Nú er bara kominn annar stærri aðili sem hlýtur að hafa sömu markmið um að snúa þessu upp í hagnað. Þetta hlýtur að vera hugsað sem hagnaðarrekstur og sem vaxtarmöguleikar þannig að ég get ekki ímyndað mér að það geri neitt annað en að gera þetta bara á stærri skala.“ Réttindi rétthafa verði áfram varin og ef verk flytjenda nái enn meiri útbreiðslu og eldri tónlistarverk komist í flutning erlendis þýði það auknar tekjur fyrir tónlistarmenn. Alltaf verið týnd Gunnar óttast ekki að íslenskir tónlistarmenn geti týnst inn í erlendu stórfyrirtæki sem sinni mun stærri og arðvænlegri mörkuðum. Við erum nú þegar týnd í hinu stóra tónlistarhafi, það er að segja við erum svo lítil stærð. Ísland hafi alltaf verið pínulítill korktappi á úthafinu og erfitt fyrir fólk að brjótast í gegn. Gunnar segir ástandið þó hafa gjörbreyst á síðustu áratugum og sífellt fleiri tónlistarmenn séu að gera góða hluti hér á landi og erlendis. Salan á Öldu Music hljóti að bæta möguleika fólks enn frekar. „Ég reyndi að hugsa hvar vandamálið lægi, er þjóðararfurinn að hverfa? Svarið er nei, vegna þess að hvernig neytum við þessa þjóðararfs nema bara með því að opna fyrir Spotify og útvarpið og hlusta á þetta með eyrunum? Það heldur áfram, þetta er eyrnakonfekt sem verður alltaf í boði og ég átta mig ekki á því að það ættu að vera neinar girðingar fyrir því að þetta sé tónlistin okkar áfram.“ „Kannski er einhver áhætta sem ég sé ekki sem er falin í þessu en mér finnst einhvern veginn að þegar svona tækifæri býðst þá hljóti þetta að vera áhætta sem þú ert tilbúinn að taka,“ segir Gunnar að lokum. Logi Pedro hefur starfað lengi í tónlistarbransanum þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Vilhelm Vakni ýmsar spurningar Logi Pedro er tónlistarmaður og annar eigenda plötuútgáfunnar Les Frères Stefson sem hefur meðal annars gefið út tónlist með Flóna, Birni og GDRN. Logi þekkir bransann vel en útgáfa hans er í samkeppni við Öldu Music og sömuleiðis með dreifingarsamning við samkeppnisaðilann Sony Music Iceland. Logi telur söluna á Öldu Music vera tvíbenta og vekja upp ýmsar spurningar um eignarhald á tónlist og viðskiptafyrirkomulag tónlistariðnaðarins. Til að mynda sé löngu kominn tími til að ræða kaup og leigu á útgáfurétti tónlistar á Íslandi. Logi segir síðarnefnda fyrirkomulagið hafa færst í aukana og ungt tónlistarfólk á Íslandi sé í dag mjög meðvitað um að það þurfi ekki að selja frá sér útgáfuréttinn. Hinn anginn er hvað verður um þennan útgáfurétt þegar hann er seldur úr landi? Hvaða hvati er það fyrir stórfyrirtæki eins og Ingrooves að halda utan um útgáfurétt á tónlist sem er gefin út hjá svona lítilli þjóð? Logi segir eðlilegt að velta þessu upp þó hann efist ekki að fyrirtækið komi til með að búa til mikið af tekjum fyrir rétthafa íslenskar tónlistar. Á sama tíma megi leiða hugann að því hvaðan þessi söluvara komi, hvernig samningsumhverfið var og hvers vegna fólk sé enn að selja útgáfuréttinn frá sér. Fjölmörg dæmi séu um að fyrirtæki hafi samið við unga og óreynda tónlistarmenn sem átti sig mun síðar á því að þeir eigi ekki tónlistina sína. Í þessu samhengi nefnir Logi að Les Frères Stefson hans hafi ávallt lagt áherslu á að útgáfurétturinn sé í eigu listamannanna eða þeir fái hann til baka eftir ákveðinn tíma. Það tímabil geti til að mynda verið þrjú ár en eftir það fái tónlistarmaðurinn allar tekjur af upptökunum og fullt yfirráð yfir verkunum. Mikilvægt að melta og ræða þessa frétt um uppkaup erlends fyrirtækis á stórum hluta útgáfuréttar á íslenskri tónlist. Sem smáþjóð með örtungumál þurfum við að standa vörð um menningarverðmæti okkar og arfleifð, og hvernig við hlúum sem best að listinni fyrir ókomna framtíð.— Logi Pedro (@logipedro101) January 24, 2022 Dæmi um verðbréfavæðingu tónlistar Logi segir söluna og þróunina á heimsvísu varpa ákveðnu ljósi á „gjörsamlega brotið viðskiptafyrirkomulag tónlistarbransans.“ „Þetta er kannski svolítil aftenging við listina og dálítil verðbréfavæðing tónlistar þar sem þú ert bara að kaupa upp einhverja vafninga. Þú kaupir kannski eins og hér nokkur þúsund samninga frá Öldu Music og ert að kaupa þetta því þú sérð einhverjar tekjutölur án þess kannski að pæla beint í því hversu mikilvægt þetta er fyrir íslenska þjóð,“ segir Logi. Þá hafi hluti samninganna og upptakanna ítrekað gengið kaupum og sölum áður en þeir lentu hjá Öldu Music. Logi segir mikilvægt að taka fram að salan gæti reynst mjög jákvæð fyrir íslenskan tónlistariðnað en það muni jafnvel taka einn til tvo áratugi til að sjá fyllilega hvaða áhrif salan eigi eftir að hafa. Það eru alls konar vinklar á þessu máli en ég held að það sé óvarlegt að taka þessu bara sem fagnaðarefni en líka að vera eitthvað að setja sig beint upp á móti þessu. Óvarlegt að hrósa happi of snemma Loga finnst sömuleiðis óvarlegt af fulltrúum hagsmunasamtaka tónlistarmanna á Íslandi að fagna viðskiptunum án þess að vita neitt um smáatriðin í samningi Öldu og Universal. Mikilvægt sé að skoða hvaða þýðingu viðskiptin hafi fyrir menningararfleifð þjóðarinnar. „Svo má kannski benda á að erlend plötufyrirtæki hafa alltaf haft greiðan aðgang að íslenskri tónlist. Kaup Ingrooves, og þetta er í raun ekki bein aðkoma Universal, á einhverju fyrirtæki á Íslandi þýðir ekkert endilega einhver stökkbrú út,“ bætir Logi við en þess ber að geta að Universal Music kemur til með að verða beinn eigandi Öldu Music en ekki Ingrooves. Hann segir að fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hafi gert góða hluti erlendis þrátt fyrir að stóru erlendu fyrirtækin hafi lengst af ekki rekið skrifstofu á Íslandi. Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Öldu Music, gaf ekki kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að Universal International Music B.V. verður eigandi Öldu en ekki Ingrooves.
Áður en kafað er dýpra í áhrif sölunnar á Öldu Music er mikilvægt að gera grein fyrir grunnhugtökum og rekstrarfyrirkomulagi útgáfufyrirtækja. Þegar nýtt lag er samið myndast höfundaréttur sem tilheyrir sjálfkrafa laga- og textahöfund/um. Þegar sama lag er tekið upp verður til svonefnd frumupptaka eða master og um leið útgáfuréttur á þeirri upptöku. Masterinn og útgáfurétturinn tilheyrir oftast þeim aðila sem fjármagnar upptökuna, hvort sem það er útgáfufyrirtæki á borð við Öldu Music, flytjandinn sjálfur eða aðrir aðilar. Hefðbundinn útgáfusamningur felur gjarnan í sér að útgefandinn semur við flytjanda um að fjármagna upptöku og framleiðslu plötu, sölu og markaðssetningu, annan stuðning og jafnvel fyrirframgreiðslu. Í staðinn eignast fyrirtækið útgáfuréttinn og greiðir flytjanda hluta af tekjum sem fást fyrir upptökuna. Útgáfusamningur er milli flytjanda og útgefanda en ekki gerður við lagahöfund. Höfundarétturinn, sem tengist tónsmíðinni en ekki upptökunni, tilheyrir höfundi lagsins sem fær greidd höfundaréttargjöld eða svokölluð STEF-gjöld meðal annars fyrir spilun í útvarpi, sjónvarpi, auglýsingum og kvikmyndum í gegnum höfundaréttarsamtök og tónlistarforleggjara (e. publishing fyrirtæki). Með sölunni á Öldu Music er því ekki verið að selja höfundarétt úr landi heldur útgáfurétt að tónlist sem fyrirtækið á rétt að og upptökurnar af tónlistinni.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Fréttaskýringar Tengdar fréttir „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10