Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. janúar 2022 19:00 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn á Valskonum í dag. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. „Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira