Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2022 20:03 Stoltir kúabændur í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur Guðmundsson með Skör sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira