Útkallið barst rétt fyrir klukkan eitt í dag en báturinn var á veiðum 15 sjómílur norður af Rifi. Skipverjar höfðu lent í vandræðum og gat báturinn ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Áhöfn skipsins er nú komin með bátinn í tog og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í land nú seinni partinn.
Björgunarsveitir hafa sinnt fleiri útköllum í dag. Sveitir í Árnessýslu voru kallaðar að Suðurstrandarvegi þar sem kona hafði hrasað á göngu suður af Þorlákshöfn. Hún þurfti aðstoð við að komast í sjúkrabíl sem komst ekki á vettvang.
Þá sinntu hópar björgunarsveitarfólks, sem voru við æfingar á Langjökli, kallaðar til af Neyðarlínunni eftir að tilkynning barst um slasaða konu á svæðinu. Snjóbíll og björgunarsveitarbíll fluttu konuna til móts við sjúkrabíl við Geysi.