Háð Legókubbum: Gæti tekið Lególand fram yfir Dúbaí og Flórída Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2022 08:01 Jeff Sigworth í baráttunni við Maríu Þórisdóttur í leik Leicester City og Manchester United. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Það er fullkomlega eðlilegt að fullorðið fólk skemmti sér jafn vel og börn þegar kemur að því að byggja hluti úr Legókubbum. Jess Sigworth, framherji Leicester City, gengur hins vegar skrefi lengra. „Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
„Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira