Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Snorri Másson skrifar 30. janúar 2022 22:30 Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson hafa verið viðfangsefni gríns hjá Íslendingum allar götur síðan þeir fóru í afdrifaríkt viðtal sem rosalega ungir Framsóknarmenn á Sauðárkróki árið 2014. N4/Vísir Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira