Spánverjar í úrslit eftir sætan sigur á Dönum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2022 18:59 Spánverjar eru mættir í úrslit Evrópumótsins. EPA-EFE/Tibor Illyes Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð. Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn