Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 85-76 | Haukar höfðu aftur betur Dagur Lárusson skrifar 30. janúar 2022 20:10 Vísir/Bára Haukar fóru með sigur af hólmi gegn Keflavík á Ásvöllum í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna en lokatölur voru 85-76. Liðin mættust einnig fyrr í vikunni en lokatölur í þeim leik voru 80-72 fyrir Haukum og því átti Keflavík harma að hefna. Í fyrri hálfleiknum var jafnræði með liðunum og skiptust liðin á að vera með forystuna. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu fyrstu þrjár mínúturnar en Haukar náðu síðan yfirhöndinni og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta, þ.e.a.s liðin skiptust á að vera með forystuni en það var að lokum Keflavík sem leiddi þegar flautað var til hálfleiks, staðan 37-38. Í seinni hálfleiknum tók Keira Robinson málin í sínar hendur og fór fyrir liði Hauka er liðið náði smátt og smátt tökum á leiknum. Leikmenn Hauka settu niður fullt af þriggja stiga skotum sem var lykillinn að sigrinum undir lokin. Lokatölur 85-76 og Haukar því með fjórtán stig í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá fóru nánast öll þriggja stiga skot niður hjá Haukum á meðan heldur fá fóru niður hjá Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson og Bríet voru frábærar í liði Hauka og drógu vagninn undir lokin. Hvað fór illa? Anna Ingunn setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í fyrri hálfleiknum en einhverja hluta vegna var það ekki raunin í seinni hálfleiknum og var það eflaust einna helst sem skildi liðin af. En eins og Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, sagði eftir leik, þá börðust hans leikmenn allan leikinn og því lítið við þá að sakast. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða eru næstu helgi, Haukar mæta Fjölni á meðan Keflavík mætir Grindavík. Bjarni Magnússon: Vorum ekki upp á okkar besta ,,Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en við vorum samt ekki að spila upp á okkar besta hérna í kvöld,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,En við gerðum suma hluti vel og nóg til þess að ná í sigurinn. Við stóðum okkur vel í fráköstunum, þá sérstaklega sóknarfráköstunum, og settum vítin okkar niður og það var mjög mikilvægt,” hélt Bjarni áfram. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni var það nánast aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Bjarni sagðist hafa lagt áherslu á að einfalda hlutina hálfleiknum. ,,Já við fórum að gera þetta aðeins einfaldara þó svo að við fórum ekki að breyta neinu leikplani. Við þurftum að halda þeim dampi sem við náðum í þriðja leikhluta kannski aðeins lengur en við gerðum nóg í dag til þess að vinna og þess vegna er ég sáttur,” endaði Bjarni á að segja. Jón Halldór: Stoltur af stelpunum ,,Við vorum að spila við betra lið í dag heldur en við og þess vegna fannst mér stelpurnar gera nokkuð vel,” byrjaði Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. ,,Auðvitað hefði ég kannski viljað fá aðeins meira frá ákveðnum leikmönnum eins og erlendu leikmönnum okkar en liðið mitt var að reyna og ég bið ekki um meira,” hélt Jón áfram. Jón var ánægður með hversu mörg færi liðið hans náði að skapa í leiknum. ,,Við vorum að búa til fullt af færum og fengum fullt af opnum skotum og vorum einnig að spila hörku vörn. Eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að þá er Haukaliðið með miklar væntingar fyrir þetta tímabil og lögðu upp í þennan vetur til að vinna allt og við vorum því klárlega að spila við eitt af betri liðunum í deildinni.” Þrátt fyrir yfirburði Hauka í seinni hálfleiknum og þá aðallega þriðja leikhluta þá var tímabil í fjórða leikhluta þar sem forysta Hauka var komin niður í þrjú stig. ,,Auðvitað hefði það verið frábært að fá eitthvað út úr þessum leik og við vorum nálægt því þarna undir lokin. En eins og ég sagði, ég bið ekki um meira frá stelpunum,” endaði Jón að segja. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Haukar fóru með sigur af hólmi gegn Keflavík á Ásvöllum í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna en lokatölur voru 85-76. Liðin mættust einnig fyrr í vikunni en lokatölur í þeim leik voru 80-72 fyrir Haukum og því átti Keflavík harma að hefna. Í fyrri hálfleiknum var jafnræði með liðunum og skiptust liðin á að vera með forystuna. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu fyrstu þrjár mínúturnar en Haukar náðu síðan yfirhöndinni og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta, þ.e.a.s liðin skiptust á að vera með forystuni en það var að lokum Keflavík sem leiddi þegar flautað var til hálfleiks, staðan 37-38. Í seinni hálfleiknum tók Keira Robinson málin í sínar hendur og fór fyrir liði Hauka er liðið náði smátt og smátt tökum á leiknum. Leikmenn Hauka settu niður fullt af þriggja stiga skotum sem var lykillinn að sigrinum undir lokin. Lokatölur 85-76 og Haukar því með fjórtán stig í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá fóru nánast öll þriggja stiga skot niður hjá Haukum á meðan heldur fá fóru niður hjá Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson og Bríet voru frábærar í liði Hauka og drógu vagninn undir lokin. Hvað fór illa? Anna Ingunn setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í fyrri hálfleiknum en einhverja hluta vegna var það ekki raunin í seinni hálfleiknum og var það eflaust einna helst sem skildi liðin af. En eins og Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, sagði eftir leik, þá börðust hans leikmenn allan leikinn og því lítið við þá að sakast. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða eru næstu helgi, Haukar mæta Fjölni á meðan Keflavík mætir Grindavík. Bjarni Magnússon: Vorum ekki upp á okkar besta ,,Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en við vorum samt ekki að spila upp á okkar besta hérna í kvöld,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,En við gerðum suma hluti vel og nóg til þess að ná í sigurinn. Við stóðum okkur vel í fráköstunum, þá sérstaklega sóknarfráköstunum, og settum vítin okkar niður og það var mjög mikilvægt,” hélt Bjarni áfram. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni var það nánast aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Bjarni sagðist hafa lagt áherslu á að einfalda hlutina hálfleiknum. ,,Já við fórum að gera þetta aðeins einfaldara þó svo að við fórum ekki að breyta neinu leikplani. Við þurftum að halda þeim dampi sem við náðum í þriðja leikhluta kannski aðeins lengur en við gerðum nóg í dag til þess að vinna og þess vegna er ég sáttur,” endaði Bjarni á að segja. Jón Halldór: Stoltur af stelpunum ,,Við vorum að spila við betra lið í dag heldur en við og þess vegna fannst mér stelpurnar gera nokkuð vel,” byrjaði Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. ,,Auðvitað hefði ég kannski viljað fá aðeins meira frá ákveðnum leikmönnum eins og erlendu leikmönnum okkar en liðið mitt var að reyna og ég bið ekki um meira,” hélt Jón áfram. Jón var ánægður með hversu mörg færi liðið hans náði að skapa í leiknum. ,,Við vorum að búa til fullt af færum og fengum fullt af opnum skotum og vorum einnig að spila hörku vörn. Eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að þá er Haukaliðið með miklar væntingar fyrir þetta tímabil og lögðu upp í þennan vetur til að vinna allt og við vorum því klárlega að spila við eitt af betri liðunum í deildinni.” Þrátt fyrir yfirburði Hauka í seinni hálfleiknum og þá aðallega þriðja leikhluta þá var tímabil í fjórða leikhluta þar sem forysta Hauka var komin niður í þrjú stig. ,,Auðvitað hefði það verið frábært að fá eitthvað út úr þessum leik og við vorum nálægt því þarna undir lokin. En eins og ég sagði, ég bið ekki um meira frá stelpunum,” endaði Jón að segja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum