Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 08:59 Neil Young á fjölmiðlafundi fyrir styrktartónleikanna Farm Aid 34 árið 2019. Getty/Gary Miller Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki. Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki.
Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48