Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 09:31 Sadio Mane gæti þurft að glíma lengi við eftirmála höfuðhöggsins eftir að vera leyft að spila áfram. EPA-EFE/PETER POWELL Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022 Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira