Vilborg: Viljum vera þarna uppi Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2022 20:21 Njarðvík hefur átt góðu gengi að fagna í Subway-deildinni í vetur. Vísir/Bára Dröfn „Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik. Það er saga á milli þessara liða. Fyrir utan að vera nágrannalið, sem setur alltaf auka krydd í leikinn, þá hafa þau mæst oft á síðustu mánuðum og meðal annars í úrslitaeinvígi 1.deildar á síðasta tímabili. „Ég held þetta sé svona í öllum Suðurnesjaslögum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Við viljum vinna og gerum það sem þarf til þess,“ sagði Vilborg en baráttan var góð í leiknum í kvöld. Aliyah Collier hefur verið góð hjá Njarðvík á tímabilinu. Hún var hins vegar ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik í kvöld og fékk síðan sína fjórðu villu í upphafi síðari hálfleiks. Það virtist kveikja vel í henni því hún sýndi magnaðan leik í hálfleiknum. „Það er mjög gefandi að spila með henni. Hún tekur yfir leiki ef hún þarf þess, stundum gengur það og stundum ekki og það er bara eins og hjá öllum öðrum. Hún er ekki svona leikmaður sem er leiðinleg við liðsfélaga. Hún rífur okkur upp og lætur okkur heyra það þegar við gerum eitthvað rangt og líka þegar við gerum eitthvað gott. Hún drífur okkur áfram og kennir okkur mjög mikið.“ Njarðvík er sannkallað spútniklið í Subway-deildinni í vetur og er jafnt Fjölni í toppsæti deildarinnar. Vilborg sagði að það kæmi Njarðvíkingum ekki endilega á óvart. „Við vissum svo sem ekki hvað við værum að fara út í þegar við byrjuðum í deildinni. En þegar hún byrjaði þá fannst okkur við eiga heima þarna. Við viljum verna þarna uppi og ætlum að halda okkur þar,“ sagði Vilborg að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Það er saga á milli þessara liða. Fyrir utan að vera nágrannalið, sem setur alltaf auka krydd í leikinn, þá hafa þau mæst oft á síðustu mánuðum og meðal annars í úrslitaeinvígi 1.deildar á síðasta tímabili. „Ég held þetta sé svona í öllum Suðurnesjaslögum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Við viljum vinna og gerum það sem þarf til þess,“ sagði Vilborg en baráttan var góð í leiknum í kvöld. Aliyah Collier hefur verið góð hjá Njarðvík á tímabilinu. Hún var hins vegar ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik í kvöld og fékk síðan sína fjórðu villu í upphafi síðari hálfleiks. Það virtist kveikja vel í henni því hún sýndi magnaðan leik í hálfleiknum. „Það er mjög gefandi að spila með henni. Hún tekur yfir leiki ef hún þarf þess, stundum gengur það og stundum ekki og það er bara eins og hjá öllum öðrum. Hún er ekki svona leikmaður sem er leiðinleg við liðsfélaga. Hún rífur okkur upp og lætur okkur heyra það þegar við gerum eitthvað rangt og líka þegar við gerum eitthvað gott. Hún drífur okkur áfram og kennir okkur mjög mikið.“ Njarðvík er sannkallað spútniklið í Subway-deildinni í vetur og er jafnt Fjölni í toppsæti deildarinnar. Vilborg sagði að það kæmi Njarðvíkingum ekki endilega á óvart. „Við vissum svo sem ekki hvað við værum að fara út í þegar við byrjuðum í deildinni. En þegar hún byrjaði þá fannst okkur við eiga heima þarna. Við viljum verna þarna uppi og ætlum að halda okkur þar,“ sagði Vilborg að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50