Hollenska markamaskínan hefur rætt við bæði PSG og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2022 23:31 Vivianne Miedema gæti verið á förum frá Arsenal. James Chance/Getty Images Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hugsar sér til hreyfings. Hún spilar í dag með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hefur rætt við bæði París Saint-Germain og Evrópumeistara Barcelona. Hin 25 ára gamla Miedema verður samningslaus í sumar og hefur því hafið að skoða markaðinn. Hún segir dyrnar ekki vera lokaður í Lundúnum en hún vill vinna Meistaradeild Evrópu. Þó Arsenal sé sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þá vill hún meira. „Á næstu vikum verð ég að fá ákveðna tilfinningu varðandi hvaða félag er rétt fyrir mig. Dyrnar standa þó enn opnar fyrir Arsenal,“ sagði Miedema í viðtali við AD í heimalandinu. Arsenal striker Vivianne Miedema has spoken to several clubs regarding her future, including PSG and Barcelona.Story: @m_christenson and @BVlietstra https://t.co/GT3qmdr1A7— Guardian sport (@guardian_sport) January 26, 2022 „Ég vil vinna Meistaradeild Evrópu, ég vil reyna að fá sem mest út úr ferlinum. Það þýðir að ég þarf að taka næsta skref. Ég er 25 ára svo ég er enn nokkuð ung en ég hef verið að spila í dágóðan tíma.“ „Næstu ár ættu að vera hápunktur ferilsins. Ég vil eyða þeim tíma þar sem metnaðurinn er sem mestur,“ sagði markadrottningin einnig áður en hún endaði á að hún væri ánægð hjá Arsenal og í Lundúnum. Miedema hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2017 og er talin með betri framherjum heims. Hún hefur skorað 66 mörk í 75 deildarleikjum fyrir Arsenal og þá hefur hún skorað 85 landsliðsmörk í 104 leikjum fyrir Holland. Hún mun leiða sóknarlínu Hollands á EM í sumar og án alls efa vera ein af stjörnum mótsins. Hvaða lið hún hefur samið við fyrir þann tíma verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Hin 25 ára gamla Miedema verður samningslaus í sumar og hefur því hafið að skoða markaðinn. Hún segir dyrnar ekki vera lokaður í Lundúnum en hún vill vinna Meistaradeild Evrópu. Þó Arsenal sé sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þá vill hún meira. „Á næstu vikum verð ég að fá ákveðna tilfinningu varðandi hvaða félag er rétt fyrir mig. Dyrnar standa þó enn opnar fyrir Arsenal,“ sagði Miedema í viðtali við AD í heimalandinu. Arsenal striker Vivianne Miedema has spoken to several clubs regarding her future, including PSG and Barcelona.Story: @m_christenson and @BVlietstra https://t.co/GT3qmdr1A7— Guardian sport (@guardian_sport) January 26, 2022 „Ég vil vinna Meistaradeild Evrópu, ég vil reyna að fá sem mest út úr ferlinum. Það þýðir að ég þarf að taka næsta skref. Ég er 25 ára svo ég er enn nokkuð ung en ég hef verið að spila í dágóðan tíma.“ „Næstu ár ættu að vera hápunktur ferilsins. Ég vil eyða þeim tíma þar sem metnaðurinn er sem mestur,“ sagði markadrottningin einnig áður en hún endaði á að hún væri ánægð hjá Arsenal og í Lundúnum. Miedema hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2017 og er talin með betri framherjum heims. Hún hefur skorað 66 mörk í 75 deildarleikjum fyrir Arsenal og þá hefur hún skorað 85 landsliðsmörk í 104 leikjum fyrir Holland. Hún mun leiða sóknarlínu Hollands á EM í sumar og án alls efa vera ein af stjörnum mótsins. Hvaða lið hún hefur samið við fyrir þann tíma verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira