Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 18:50 Flæðirit almannavarna. Almannavarnir Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti. Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira