Handbolti

Valdi Ólaf fimmta besta handboltamann allra tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Stefánsson átti langan og farsælan feril.
Ólafur Stefánsson átti langan og farsælan feril. getty/Jeff Gross

Ólafur Stefánsson er fimmti besti handboltamaður allra tíma að mati Stefans Kretzschmar, fyrrverandi samherja hans hjá Magdeburg.

Kretzschmar valdi fimm bestu handboltamenn allra tíma á Twitter í gær. Efstur á lista hans er Nikola Karabatic sem verður í eldlínunni þegar Frakkland mætir Danmörku í lokaleik milliriðils I á EM. Frakkar og Íslendingar berjast um að fylgja Dönum upp úr milliriðlinum og í undanúrslit mótsins.

Í 2. sæti á lista Kretzschmars er Veselin Vujovic, svartfellskur línumaður sem varð Ólympíumeistari með Júgóslavíu 1984 og vann fjölda titla með Metaloplastika, Barcelona og Granollers.

Eitt af andlitum Svíagrýlunnar, Magnus Wislander, er í 3. sæti á lista Kretzschmars og Króatinn Ivano Balic í því fjórða.

Kretzschmar og Ólafur léku saman hjá Magdeburg á árunum 1998-2003. Á þeim tíma vann liðið Meistaradeild Evrópu, þýska meistaratitilinn og EHF-bikarinn og Ofurbikar Evrópu í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×