Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 12:12 Sir Jim Ratcliffe á nóg af peningum og er stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna vilja margir stuðningsmenn sjá hann kaupa félagið. Samsett/EPA Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Nafn Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe var aftur nefnt til sögunnar í tengslum við Manchester United í vikunni eftir að fréttist af því franska félagið Nice vilji fá Manchester United manninn Jesse Lingard á láni fram á sumar. Við Íslendingar þekkjum vel til Ratcliffe sem er mikill aðdáandi landsins og hefur sýnt það í verki með því að kaupa upp margar jarðir í kringum laxveiðiár á Austurlandi. Hann hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum jörðum heldur er hann einnig mikill íþróttaáhugamaður. Hann keypti hjólareiðaliðið Team Sky á sínum tíma, fyrsta fótboltafélagið hans var FC Lausanne-Sport frá Sviss og þá hefur hann einnig keypt í formúlu eitt liðinu Mercedes-Benz. Britain's richest man has explained to Manchester United what they must change before he'll buy them https://t.co/4kirBHmDrg pic.twitter.com/b9BbJbMKL1— Mirror Football (@MirrorFootball) January 26, 2022 Sir Jim Ratcliffe ákvað súðan að kaupa frekar franska félagið Nice fyrir nokkrum árum heldur en að reyna við liðið sem hann heldur með í enska boltanum, nefnilega Manchester United. The Mirror fjallar um möguleg kaup Ratcliffe á Manchester United en samkvæmt fólki í kringum hann eru einhverjar líkur á því að hann reyni að kaupa enskt fótboltafélag í framtíðinni. Blaðið rifjaði upp viðtal við Ratcliffe frá því í nóvember 2019 þar sem hann gagnrýndi félagið sitt og stjórnleysið eftir að Sir Alex Ferguson hætti í maí 2013. „Nei ekki eins og er,“ svaraði Ratcliffe þegar hann var spurður árið 2019 um hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Manchester United. „Mitt fyrirtæki [Ineos] vill alls ekki vera ríki vitleysingurinn í bænum. Þeir hafa ekki fundið rétta stjórann og þeir hafa ekki eytt skynsamlega í leikmenn,“ sagði Ratcliffe. „Þeir hafa eytt peningum í vitleysu eins og sést á leikmönnum eins og Fred. Við munum ekki horfa annað fyrr en við höfðum reynt fyrir okkur hér hjá Nice,“ sagði Ratcliffe. „United hefur eytt gríðarlegum pening í leikmenn síðan Ferguson fór og hafa verið slakir, sjokkerandi slakir ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Ratcliffe. „Við viljum finna það út hvernig þú nærð árangri áður en þú skrifar stóru ávísunina. Það er mjög erfitt,“ sagði Ratcliffe. Hann segir mikilvægt að horfa til nærumhverfisins og finna unga leikmenn sem hægt er að gera að öflugum leikmönnum í framtíðinni. Síðan hann tók yfir Nice í ágúst 2019 þá hefur félagið endaði í fimmta og níunda sæti í frönsku deildinni. Liðið er eins og er í öðru sætinu, ellefu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain. Nice á því góða möguleika á því að komast í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira