Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 10:32 Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, í leiknum á móti Íslandi á EM. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira