Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 10:32 Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, í leiknum á móti Íslandi á EM. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira