Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 11:48 Neil Young er allt annað en sáttur. Jo Hale/Redfern Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vef Young skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina,“ sagði í bréfi Young. Bréfið hefur verið fjarlægt af heimasíðu Young. Young áréttaði að ákvörðun hans kæmi til vegna hlaðvarpsins The Joe Togan Experience sem er um þessar mundir vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan skrifaði undir samning við Spotify að andvirði um 130 milljarða íslenskra króna árið 2020 sem gaf Spotify einkarétt að þættinum. Joe Rogan hefur komið fram sem starfsmaður á UFC viðburðum.Getty Images/Carmen Mandato Young sagðist í bréfinu finna að því að Spotify dreifði svo áhrifaríkum hlaðvarpsþætti og fyndi ekki til ábyrgðar þegar kæmi að dreifingu falsfrétta. Bréfið var stílað á umboðsmanninn Frank Gironda og Tom Corson, framkvæmdastjóra hjá Warner Records, útgáfufyrirtæki Young. Gironda staðfesti við The Daily Beast að bréfið hefði verið skrifað af Young sem hefði sterkar skoðanir á málinu. Verið væri að vinna í því. Young væri í miklu uppnámi. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fullrúar Spotify höfðu ekki brugðist við málinu þegar fréttin var skrifuð. Guardian greinir frá. Tónlist Bólusetningar Spotify Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vef Young skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina,“ sagði í bréfi Young. Bréfið hefur verið fjarlægt af heimasíðu Young. Young áréttaði að ákvörðun hans kæmi til vegna hlaðvarpsins The Joe Togan Experience sem er um þessar mundir vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan skrifaði undir samning við Spotify að andvirði um 130 milljarða íslenskra króna árið 2020 sem gaf Spotify einkarétt að þættinum. Joe Rogan hefur komið fram sem starfsmaður á UFC viðburðum.Getty Images/Carmen Mandato Young sagðist í bréfinu finna að því að Spotify dreifði svo áhrifaríkum hlaðvarpsþætti og fyndi ekki til ábyrgðar þegar kæmi að dreifingu falsfrétta. Bréfið var stílað á umboðsmanninn Frank Gironda og Tom Corson, framkvæmdastjóra hjá Warner Records, útgáfufyrirtæki Young. Gironda staðfesti við The Daily Beast að bréfið hefði verið skrifað af Young sem hefði sterkar skoðanir á málinu. Verið væri að vinna í því. Young væri í miklu uppnámi. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fullrúar Spotify höfðu ekki brugðist við málinu þegar fréttin var skrifuð. Guardian greinir frá.
Tónlist Bólusetningar Spotify Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira