Vorkennir Alfreð sem segir Íslendingum í blóð borið að bregðast hratt við Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:31 Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti sem þjálfari Þýskalands en kórónuveirufaraldurinn hefur sett svip sinn á þau öll. Getty/Marijan Murat Íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins segir að Alfreð Gíslasyni sé mikil vorkunn að hafa ekki enn fengið að stýra þýska landsliðinu við eðlilegar aðstæður. Sjálfur segist Alfreð vera frá Íslandi og því vanur að þurfa að bregðast fljótt við breytingum. Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira