Hljóðfæri á hvert heimili og óþarfi að „sussa“ HljóðX Rín 25. janúar 2022 11:31 Hljómsveitin Karma Brigade fór með nokkur hljóðfæri frá HljóðX Rín í hljóðver og bjó til HljóðX Rín stefið. Hægt er að hlusta á stefið hér fyrir neðan. „Um leið og fólk kaupir lítið og nett rafmagnspíanó á heimilið, gítar eða trommusett, leggja krakkarnir frá sér símann og byrja að skapa eitthvað. Það er svo dýrmætt fyrir krakka að fá að glamra og gera tilraunir og í dag er hægt að tengja hljóðfærin við allskonar smáforrit á netinu, leiki og upptökuforrit. „Okkur finnst að það eigi að vera til hljóðfæri á hverju heimili, sérstaklega þar sem eru börn og unglingar og það þarf ekkert að sussa á neinn, það er hægt að tengja heyrnartól við rafmagnshljóðfæri,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, einn eigenda Hljóð X Rín á Grensásvegi. Jóhann Örn Ólafsson, einn eigenda Hljóð X Rín HljóðX Rín er hljóðfæraverslun og tækjaleiga fyrir hljóð, ljós, mynd og streymi. Verslunin byggir á rótgrónum grunni en Hljóð X hefur í meira en tuttugu ár verið leiðandi í sölu og leigu á sviðs-, ljósa-, mynd- og hljóðbúnaði. Bræðurnir Ingólfur og Valgarður Arnarsynir stofnuðu HljóðX á sínum tíma en Ingólfur er í dag aðaleigandi og framkvæmdastjóri. Rín hefur tengst íslensku tónlistarlífi í átta áratugi. Stofnuð í Reykjavík árið 1942. Fyrirtækin runnu saman í eitt fyrir tíu árum þegar HljóðX keypti Rín af Magnúsi Eiríkssyni og sonum. Jóhann segir alltaf skemmtilega stemmingu ríkja í búðinni. „Ég held að flestir íslenskir popparar og rokkarar eigi einhverjar minningar tengdar Rín, hafi ýmist keypt hér hljóðfæri, unnið í búðinni eða bara hangið, prófað nýjustu græjurnar, hlustað á tónlist og spjallað. Það er þannig enn þá, þetta er hálfgerð félagsmiðstöð og hingað eru allir alltaf velkomnir í bolla,“ segir Jóhann. „Þegar ég segi kunningjum úr bransanum að ég sé kominn í þennan rekstur þá fæ ég ávallt skemmtilegar sögur. KK átti nokkrar, Bubbi sagðist hafa hangið mikið í Rín þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og Friðrik Karlsson gítarleikari sagði mér að hann hefði starfað í búðinni sem ungur maður og trúlega sett sölumet í gítarsölu, enda gat hann sýnt góða takta.” Jóhann segir nýjustu tækni og þróun í hljóðfærum vinsælt umræðuefni í búðinni og af nógu að taka. Stöðugt bætist við úrval verslunarinnar. „Mig vantað píanó til að semja ballöðurnar. Ég nota gítar í slagarana en píanó í rólegu melódíurnar," Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson fékk sér Roland píanó og er hæstánægður með það. „Tækninördar elska svona búðir eins og HljóðX Rín og við erum með umboð fyrir mörg stór merki, meðal annars allan hljóðheim JBL, hátalara og hljóðkerfi. Söluhæsta merkið okkar er án efa Roland en það fyrirtæki hefur verið leiðandi í framleiðslu á tæknihljóðbúnaði í 50 ár. Við seljum mikið af píanóum og hljómborðum frá Roland sem og trommusettum allt frá litlum settum sem passa inn í unglingaherbergi upp í stór, fullkomin atvinnusett. HljóðX Rín er í góðu samstarfi við íslenska tónlistarmenn og við vorum til dæmis að hefja skemmtilegt samstarf við tónlistarkonuna Guðrúnu Árnýu en hún kýs að nota rafmagnspíanó frá Roland,“ segir Jóhann. Ekki lengur spurning um hálfa milljón eða meira Guðrún Árný Karsldóttir þurfti handhægt hljóðfæri. „Ég er alltaf með píanóið á mér. Það vegur ekki nema 12 kíló og ég vippa því bara á öxlina og gríp svo magnarann á hina. Ég er alltaf ein að þvælast og þess vegna er mikilvægt að ég geti dröslast með þetta ein. Þetta píanó er alvöru græja þó það sé létt, mikill botn í sándinu og vigtaðar nótur. Fyrir fólk sem vill fá sér píanó, þá er hægt er að kaupa góða standa, sem eru með góðum hliðum, þá er þetta orðin massíf mubla inni í stofu,“ segir Guðrún og tekur undir með Jóhanni að hljóðfæri ætti að vera til á hverju heimili. „Ég fæ margar fyrirspurnir um einkatíma og tónlistarkennslu sem ég hef ekki tíma til að sinna en þá hvet ég fólk til að kaupa píanó. Ef það er píanó á heimilinu þá fiktar fólk og svo kíkir einhver í heimsókn sem kann að spila. Það er hægt að fá svo góð hljóðfæri núna á viðráðanlegu verði, þetta er ekki lengur spurning um hálfa milljón eða meira. Fyrir hundrað þúsund kall færðu eigulegt hljóðfæri sem virkar vel og endist og þú nýtur þess að spila á,“ segir Guðrún. Karma Brigade græjuðu sig upp í HljóðX Rín Hljómsveitin Karma Brigade fór með nokkur hljóðfæri frá HljóðX Rín í hljóðver og bjó til HljóðX Rín stefið. Þau mættu síðan í búðina og spiluðu inn á meðfylgjandi myndband. Klippa: Hljómsveitin Karma Brigade gerir stef fyrir HljóðX Rín Karma Brigade gaf út sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári og er um þessar mundir í hljóðveri að vinna að nýju efni, Live session og annari plötu. Hægt er að fylgjast með bandinu á heimasíðu þeirra og á samfélagsmiðlum facebook og á Instagram. HljóðX Rín er opin alla virka daga og laugardaga að Grensásvegi 12 og vefverslun á www.rin.is Tónlist Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
„Okkur finnst að það eigi að vera til hljóðfæri á hverju heimili, sérstaklega þar sem eru börn og unglingar og það þarf ekkert að sussa á neinn, það er hægt að tengja heyrnartól við rafmagnshljóðfæri,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, einn eigenda Hljóð X Rín á Grensásvegi. Jóhann Örn Ólafsson, einn eigenda Hljóð X Rín HljóðX Rín er hljóðfæraverslun og tækjaleiga fyrir hljóð, ljós, mynd og streymi. Verslunin byggir á rótgrónum grunni en Hljóð X hefur í meira en tuttugu ár verið leiðandi í sölu og leigu á sviðs-, ljósa-, mynd- og hljóðbúnaði. Bræðurnir Ingólfur og Valgarður Arnarsynir stofnuðu HljóðX á sínum tíma en Ingólfur er í dag aðaleigandi og framkvæmdastjóri. Rín hefur tengst íslensku tónlistarlífi í átta áratugi. Stofnuð í Reykjavík árið 1942. Fyrirtækin runnu saman í eitt fyrir tíu árum þegar HljóðX keypti Rín af Magnúsi Eiríkssyni og sonum. Jóhann segir alltaf skemmtilega stemmingu ríkja í búðinni. „Ég held að flestir íslenskir popparar og rokkarar eigi einhverjar minningar tengdar Rín, hafi ýmist keypt hér hljóðfæri, unnið í búðinni eða bara hangið, prófað nýjustu græjurnar, hlustað á tónlist og spjallað. Það er þannig enn þá, þetta er hálfgerð félagsmiðstöð og hingað eru allir alltaf velkomnir í bolla,“ segir Jóhann. „Þegar ég segi kunningjum úr bransanum að ég sé kominn í þennan rekstur þá fæ ég ávallt skemmtilegar sögur. KK átti nokkrar, Bubbi sagðist hafa hangið mikið í Rín þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og Friðrik Karlsson gítarleikari sagði mér að hann hefði starfað í búðinni sem ungur maður og trúlega sett sölumet í gítarsölu, enda gat hann sýnt góða takta.” Jóhann segir nýjustu tækni og þróun í hljóðfærum vinsælt umræðuefni í búðinni og af nógu að taka. Stöðugt bætist við úrval verslunarinnar. „Mig vantað píanó til að semja ballöðurnar. Ég nota gítar í slagarana en píanó í rólegu melódíurnar," Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson fékk sér Roland píanó og er hæstánægður með það. „Tækninördar elska svona búðir eins og HljóðX Rín og við erum með umboð fyrir mörg stór merki, meðal annars allan hljóðheim JBL, hátalara og hljóðkerfi. Söluhæsta merkið okkar er án efa Roland en það fyrirtæki hefur verið leiðandi í framleiðslu á tæknihljóðbúnaði í 50 ár. Við seljum mikið af píanóum og hljómborðum frá Roland sem og trommusettum allt frá litlum settum sem passa inn í unglingaherbergi upp í stór, fullkomin atvinnusett. HljóðX Rín er í góðu samstarfi við íslenska tónlistarmenn og við vorum til dæmis að hefja skemmtilegt samstarf við tónlistarkonuna Guðrúnu Árnýu en hún kýs að nota rafmagnspíanó frá Roland,“ segir Jóhann. Ekki lengur spurning um hálfa milljón eða meira Guðrún Árný Karsldóttir þurfti handhægt hljóðfæri. „Ég er alltaf með píanóið á mér. Það vegur ekki nema 12 kíló og ég vippa því bara á öxlina og gríp svo magnarann á hina. Ég er alltaf ein að þvælast og þess vegna er mikilvægt að ég geti dröslast með þetta ein. Þetta píanó er alvöru græja þó það sé létt, mikill botn í sándinu og vigtaðar nótur. Fyrir fólk sem vill fá sér píanó, þá er hægt er að kaupa góða standa, sem eru með góðum hliðum, þá er þetta orðin massíf mubla inni í stofu,“ segir Guðrún og tekur undir með Jóhanni að hljóðfæri ætti að vera til á hverju heimili. „Ég fæ margar fyrirspurnir um einkatíma og tónlistarkennslu sem ég hef ekki tíma til að sinna en þá hvet ég fólk til að kaupa píanó. Ef það er píanó á heimilinu þá fiktar fólk og svo kíkir einhver í heimsókn sem kann að spila. Það er hægt að fá svo góð hljóðfæri núna á viðráðanlegu verði, þetta er ekki lengur spurning um hálfa milljón eða meira. Fyrir hundrað þúsund kall færðu eigulegt hljóðfæri sem virkar vel og endist og þú nýtur þess að spila á,“ segir Guðrún. Karma Brigade græjuðu sig upp í HljóðX Rín Hljómsveitin Karma Brigade fór með nokkur hljóðfæri frá HljóðX Rín í hljóðver og bjó til HljóðX Rín stefið. Þau mættu síðan í búðina og spiluðu inn á meðfylgjandi myndband. Klippa: Hljómsveitin Karma Brigade gerir stef fyrir HljóðX Rín Karma Brigade gaf út sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári og er um þessar mundir í hljóðveri að vinna að nýju efni, Live session og annari plötu. Hægt er að fylgjast með bandinu á heimasíðu þeirra og á samfélagsmiðlum facebook og á Instagram. HljóðX Rín er opin alla virka daga og laugardaga að Grensásvegi 12 og vefverslun á www.rin.is
Tónlist Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira