Ætlunin er að vinna verkið rösklega þannig að það klárist í sumar. Samkvæmt útboðsauglýsingu rennur tilboðsfrestur út þriðjudaginn 1. febrúar 2022. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2022, fyrir verslunarmannahelgi.

Vegagerðin hefur jafnframt boðið út 2,2 kílómetra kafla á Vatnsnesvegi í Vesturhópi í Húnaþingi vestra. Kaflinn er milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða og verður klæddur bundnu slitlagi en um hann liggur leiðin frá hringveginum að náttúruvættinu Hvítserk.
Reisa á nýja sautján metra langa brú yfir Vesturhópshólaá, leggja nýjan veg á eins kílómetra kafla og endurbyggja veginn á 1,2 kílómetra kafla. Einnig er inni í verkinu lagning heimreiða og tenginga.
Samkvæmt útboðsauglýsingu rennur tilboðsfrestur einnig út þriðjudaginn 1. febrúar. Þessu verki skal sömuleiðis að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst í sumar.