Óttast skipsbrot rétt undan landi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:35 Dregið hefur úr nýbókunum og afbókanir hrönnuðust inn eftir að samkomutakmarkanir voru hertar, segir talskona samstöðuhóps einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu. vísir/vilhelm Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn. Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira