Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2022 20:11 Bjarni Benediktsson er endurnærður eftir frí. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. „Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira