Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2022 20:11 Bjarni Benediktsson er endurnærður eftir frí. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. „Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira